Fréttir

Aðalfundur FIMAK 2022

Aðalfundur FIMAK verður haldinn þriðjudaginn 7.júní kl 20:00 í matsal Giljaskóla. (gengið inn um aðalinngang skólans). Hvetjum fólk til að mæta og taka þátt í starfinu.
Lesa meira

Fim-leikjaskóli FIMAK

Fim - leikjaskóli FIMAK Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2011-2016). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 14:00 alla virka daga en einnig er hægt að kaupa pláss frá kl 8:00 – 12:00 , námskeiðin standa yfir í viku í senn. Námskeiðin samanstanda af fimleikaæfingum og ýmsum leikjum, bæði úti og inni. Krakkarnir þurfa að hafa með sér hollt og gott nesti fyrir morgunkaffi og hádegi fyrir þá sem eru til kl 14. Karen Hrönn hefur umsjón með námskeiðunum. Fyrir nánari upplýsingar má senda póst á skrifstofa@fimak.is eða senda skilaboð í gegnum sportabler.
Lesa meira

Leiga á fimleikasalnum fyrir afmæli

Þar sem mjög mikil eftirspurn er búin að vera eftir leigu á fimleikasalnum fyrir afmæli þá er hann orðin uppbókaður til 12.júní. Því fer hver að verða síðastur að bóka afmæli fyrir sumarfrí, síðasta helgi fyrir sumarfrí er 26.júní. Byrjum svo aftur með afmælin 14.ágúst. Hægt er að senda póst á afmaeli@fimak.is til að bóka afmæli
Lesa meira

Óskum eftir þjálfurum

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfara til að þjálfa Hópfimleika Áhaldafimleika Parkour Þyrfti að geta hafið störf í ágúst 2022. Frekari upplýsingar gefur Margrét Jóna, skrifstofustjóri félagsins, sími 462-1135 eða á skrifstofa@fimak.is
Lesa meira

Íslandsmót í 1.- 3. þrepi í áhaldafimleikum

Laugardaginn 9. apríl næstkomandi fer fram Íslandsmót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla. Íslandsmótið er fyrir keppendur í 1.-3. þrepi í áhaldafimleikum karla og kvenna en von er á um 90 keppendum frá 9 félögum. Þrep í fimleikum gefa til kynna kröfur til keppanda þar sem 1. þrep er erfiðasta þrep fimleikastigans. Þegar 1. þrepi er lokið öðlast keppendur rétt til að keppa í frjálsum æfingum sem líkja mætti við meistaraflokk. Þar sem þrepið er bundið við erfiðleikastig æfinga getur aldur keppenda í hverju þrepi verið breytilegur en flestir keppendur um helgina eru á aldrinum 11-14 ára. Í áhaldafimleikum kvenna er keppt á fjórum áhöldum, þ.e. gólfæfingum, stökki, tvíslá og jafnvægisslá. Í áhaldafimleikum karla er keppt á sex áhöldum, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá, svifrá og gólfæfingum.
Lesa meira

Íþróttafólk FIMAK 2021 Jóhann Gunnar Finnsson og María Sól Jónsdóttir

Í dag var íþróttafólk Fimleikafélagsins fyrir árið 2021 krýnt. Þjálfarar völdu þau Jóhann Gunnar Finnsson úr hópfimleikum sem íþróttamann FIMAK 2021 og Maríu Sól Jónsdóttir úr áhaldafimleikum sem íþróttakonu FIMAK 2021. Þau eiga það sameiginlegt að hafa stundað íþróttina síðan á leikskólaaldri og með mikilli vinnu, ástundum og einbeitingu náð langt hvort í sinni grein. Jóhann Gunnar keppti með landsliði Íslands á Evrópumóti í hópfimleikum í desember þar sem liðið endaði í 3ja sæti og María keppir í frjálsum æfingum í áhaldafimleikum og komst í úrslit á stökki á íslandsmóti.
Lesa meira

Hópfimleikamót á Akureyri

Hópfimleikamót verður haldið hjá Fimleikafélagi Akureyrar laugardaginn 26. mars. Við eigum von á besta hópfimleikafólki landsins. Mótið er fyrir annan, fyrsta og meistaraflokk. Meðal þátttakenda eru m.a. nýkrýndir Evrópumeistarar kvenna í hópfimleikum og við eigum því von á frábærri sýningu. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitamenn til koma að sjá okkar færasta fólk. Keppnin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn hefst kl. 12:40 og seinni hlutinn kl. 16:00. Dagskrá mótsins er að finna á síðu Fimleikasambands Íslands. Við hvetjum áhugafólk til að mæta!
Lesa meira

Áhorfsvika 1-7 mars

Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.
Lesa meira

Áhorfsvika 1-7 febrúar

Ákveðið hefur verið að halda áhorfsviku með takmörkunum. Í boði verður að koma 1x á þessari viku að horfa á æfingu, aðeins 1 foreldri frá iðkanda má mæta í einu. Ekki er í boði að koma með systkini með sér í þetta skiptið. Grímuskylda er inn í húsinu og spritt þegar labbað er inn í salinn. Meðan við erum enþá að vinna með hólfaskiptingu innan FIMAK þá höfum við ákveðið að fara milliveginn þessa áhorfsvikuna með von um að næstu mánuðir geti gefið okkur meiri slaka.
Lesa meira

Skráning er opin í K-hópana okkar

Skráning er opin í K-hópana okkar. K-hóparnir eru fyrir stráka á aldrinum 8+ sem vilja æfa áhaldafimleika.
Lesa meira