María Sól Jónsdóttir valin í úrvalshóp kvenna.

María Sól Jónsdóttir valin í úrvalshóp kvenna í áhaldafimleikum 2024.

Inntökuskilyrði og val í landslið

 Konur í úrvalshópi þurfa að vera 16 ára og eldri og íslenskir ríkisborgarar. Þær sem taka sæti í úrvalshópi skuldbinda sig til að fylgja reglum sambandsins. Fyrir hvert alþjóðlegt verkefni er valið í landslið. Eingöngu þær konur sem tilheyra úrvalshópi hafa möguleika á að komast í landsliðið. Fjöldi einstaklinga og kröfur eru breytilegar milli verkefna.