Foreldraráð FIMAK

1. Grein

Foreldraráð er félag foreldra og forráðamanna iðkenda í keppnishópum FIMAK. Allir foreldrar/forráðamenn iðkenda í keppnishópum eiga aðild að ráðinu. Stjórn foreldraráðs hefur umsjón með verkefnum þess í umboði foreldra.

2. Grein

Markmið foreldraráðs er m.a. 

  • Efla og auka samvinnu á milli FIMAK og heimila.
  • Vera hagmunaaðilar iðkenda og foreldra.
  • Tryggja að foreldrar geti með frumkvæði sínu og hugmyndum eflt íþróttastarfið.
  • Stuðla að góðu samstarfi milli iðkenda, stjórnenda og þjálfara.
  • Stuðla að vellíðan iðkenda.
  • Stuðla að innihaldsríku og uppbyggjandi félagsstarfi.
  • Stuðla að betri árangri í starfi FIMAK.
  • Koma að fræðslumálum með stjórnendum félagsins.
  • Aðstoða við mótahald félagsins
  • Aðstoða við sýningar félagsins
  • Yfirumsjón og samræming með fjáröflunum keppnishópa FIMAK.

Foreldraráðið ákveður hvernig það vill vinna að þessum markmiðum í samráði við stjórn félagsins.

3. Grein

Foreldraráð heyrir beint undir stjórn FIMAK. Stjórn FIMAK er heimilt að  breyta  umboði foreldraráðs, t.d. hvað varðar þau verkefni, fjáraflanir og ferðir sem ráðið tekur þátt í og skipuleggur.

Foreldraráð skal þó ekki fara með ákvörðunarvald hvað varðar starfsmannamál, rekstur, skipun þjálfara og aðrar faglegar ákvarðanir félagsins.

4. Grein

Foreldraráð skal skipuð sjö foreldrum. Reynt skal að tryggja að a.m.k. 2 fulltrúar séu frá áhaldafimleikum  og  2 frá hópfimleikum. Æskilegt er að nýir fulltrúar eru skipaðir til tveggja ára í senn til  að tryggja að þekking og reynsla glatist ekki.

5. Grein

Foreldraráð skipar með sér verkum:

  • Formann sem jafnframt er tengiliður við stjórn FIMAK
  • Ritara
  • Fjáröflunarstjóra sem hefur umsjón með sjoppu- og fjáröflunum.
  • Að minnsta einn fulltrúa í mótanefnd FIMAK

6. Grein

Foreldraráð getur ekki gert samninga í nafni FIMAK eða skuldbundið FIMAK fjárhagslega eða með nokkrum öðrum hætti. Meðferð fjármuna sem falla til vegna viðburða eða sölustarfssemi sem viðkomandi foreldraráð stendur fyrir skal vera í umsjón stjórnar FIMAK.

7. Grein

Aðalstjórn FIMAK hefur áheyrnarfulltrúa á stjórnarfundum Foreldraráðs FIMAK

8. Grein

Stjórn FIMAK skal boða til fundar með foreldraráði í upphafi hvorrar annar þar sem farið er yfir starfið.

9. Grein

Foreldraráð, með aðstoð annarra foreldra kemur að mótahaldi og viðburðum s.s. eins og:

  • Vinna við mót sem FIMAK heldur.
  • Vinna við sýningar sem FIMAK heldur.
  • Vinna við aðra viðburði sem FIMAK heldur.
  • Ein sameiginleg uppákoma á haustönn fyrir keppnishópa, svo sem jólaskemmtun eða aðra skemmtun.
  • Ein sameiginleg uppákoma á vorönn fyrir keppnishópa, svo sem sundlauga partý eða aðra skemmtun.

10. Grein

Foreldraráð skal stuðla að uppbyggilegu félagsstarfi fyrir iðkendur FIMAK  í  samráði  við yfirþjálfara FIMAK. Foreldraráði er heimilt að nota félagsaðstöðu félagsins að  Giljaskóla til gagns fyrir iðkendur og félagið allt í samráði við stjórnendur félagsins og í samræmi við almennar reglur um notkun húsnæðisins.

11. Grein

Foreldraráð skal stuðla að því að foreldrar hvetji börnin sín og annarra á jákvæðan og  uppbyggilegan hátt í starfi og leik og bendi þeim á mikilvægi þess að þeir sæki viðburði þá sem börn þeirra taka þátt í eftir fremsta megni.

12. Grein

Ber ábyrgð á upplýsingagjöf og skrifum á heimasíðu um þá málaflokka sem undir foreldraráð falla.

13. Grein

Foreldraráð gerir grein fyrir starfsemi sinni á liðnu starfsári á aðalfundi og í ársskýrslu FIMAK.