Hópfimleikar (I-hópar)


Hópfimleikar eru hópíþrótt sem samanstendur af 8-12/15 manna liði (14 í yngri flokkum). Liðin eru samsett á þrjá vegu, kvennalið, karlalið eða blandað lið (jafnt af hvoru kyni í liðinu). Íþróttin er samblanda af líkamlega krefjandi æfingum og sterkri liðsheild, tveimum þáttum sem eru lykillinn að góðum árangri. Tenging hugar og líkamsvitundar þarf að vera sterk til að einstaklingurinn geti byggt upp og sett saman flóknar æfingar sem framkvæmdar eru á nokkrum sekúndum.
Keppt er á þremur mismunandi áhöldum

Trampólín: Á trampólíni gerir hvert lið þrjár umferðir og þarf ein af þeim að vera með stökki yfir hest. Hér reynir á snerpu, styrk og samhæfingu fimleikamannsins, er hann þarf að ná hraða úr tilhlaupi sínu til að ná sem mestum sprengikrafti úr trampólíninu og inn í fimleikastökkið. Í loftinu framkvæmir fimleikamaðurinn svo mismunandi útfærslur af heljarstökkum með skrúfum sem stigmagnast eftir því sem færni fimleikamannsins eykst.

 Dýnustökk: Á dýnustökki líkt og trampólíninu gerir hvert lið þrjár umferðir en fimleikamennirnir þurfa að framkvæma bæði stökk fram á við og aftur á bak. Hver umferð saman stendur af tengingu nokkurra fimleikaæfinga sem verða flóknari með aukinni færni fimleikamannsins. Samhæfing, sprengikraftur og styrkur eru lykilþættir í árangri í dýnustökkum.

Gólfæfingar: Oft er talað um að gólfæfingar séu ákveðið mótvægi á móti kraftinum og styrknum sem hin tvö áhöldin krefjast af fimleikamanninum. Mjúkar hreyfingar, fallegar línur, liðleiki, jafnvægi og hopp einkenna gólfæfingarnar þar sem allir liðsmenn framkvæma æfingarnar í takt líkt og í raun aðeins einn  maður væri úti á gólfinu. Liðið þarf að færast um gólfflötinn og mynda mismunandi mynstur á meðan það framkvæmir æfinguna sem krefst mikillar samvinnu allra fimleikamannanna.

Hópaskipting í hópfimleikum er meira í anda þess sem fólk þekkir úr boltagreinum. Skipt er í flokka eftir aldri, áherslur í æfingum fara eftir aldri og getu iðkenda. Flokkarnir eru frá 5.flokki upp í 1.flokk, erfiðleikakröfurnar aukast eftir því sem líður á. Þeir sem lengra eru komnir keppa eftir alþjóðlegum TeamGym reglum. Þeir iðkendur sem eru komnir skemmra á veg keppa eftir sömu reglum með undanþágum. Við hópaskiptingu er ekki tekið tillit til  vináttu og/eða fjölskyldutengsla iðkenda eða annara atriða óháðum fimleikum nema iðkendur flokkist á sama getustigi skv. ofangreindu mati.

Allar pantanir á keppnisfötum munu  frá vorönn 2024 vera gerðar í samráði við skrifstofu/þjálfara (mátunardagar). 

Meistaraflokkur - Keppnisgalli- sérpöntun

I1 - Keppnisgalli - sérpöntun


I2-2007-2009 árg - Keppnisgalli -sérpöntun
I3 - 2010-2011 árg - Keppnisgalli - sérpöntun
I4 - 2012-2013 árg  - Keppnisbolur - (bolur ekki lengur í framleiðslu) GK-leggings    
I5 - 2014 árg - Keppnisbolur - sérpöntun og GK-leggings                


Hægt er að sjá æfingagjöldin/ verðskránna hér