Hópfimleikar eru hópíþrótt sem samanstendur af 8-12/15 manna liði (14 í yngri flokkum). Liðin eru annaðhvort samsett sem kvennalið, karlalið eða blandað lið en þá eru jafnmargir af hvoru kyni í liðinu. Íþróttin er samblanda af líkamlega krefjandi æfingum og sterkri liðsheild, en þessir tveir þættir eru lykillinn að góðum árangri. Tenging hugar og líkamsvitundar þarf að vera sterk til að einstaklingurinn geti byggt upp og sett saman flóknar æfingar sem framkvæmdar eru á nokkrum sekúndum.
Fimleikar eru mikil nákvæmis íþrótt þar sem æfingar eru framkvæmdar í krefjandi aðstæðum og því mikilvægt að iðkandinn tileinki sér einbeitingu og aga í vinnubrögðum sínum. Keppt er á þremur mismunandi áhöldum, trampólíni, dýnustökki og gólfæfingum.
Í hópfimleikum er hópaskipting meira í anda þess sem fólk þekkir úr boltagreinum. Skipt er í flokka eftir aldri og fara áherslur í æfingum eftir aldri og getu iðkenda. Flokkarnir eru frá 4.flokk upp í 1.flokk og aukast erfiðleikakröfurnar eftir því sem líður á. Þeir sem eru lengra komnir keppa eftir alþjóðlegum TeamGym reglum, en þeir sem eru komnir skemmra á veg keppa eftir sömu reglum með undanþágum.
I meistaraflokkur -
I1 -
I2-2007-2009 árg
I3 - 2010-2011 árg
I4 - 2012-2013 árg
I5 - 2014 árg
Hægt er að sjá verðskránna hér