Krílahópar (S-hópar)

Krílahópar er fimleikamiðaður íþróttaskóli þar sem börnin mæta með foreldrum sínum til æfinga. Foreldrar aðstoða börnin ásamt þjálfurum að fara í gegnum upphitun og síðan þrautabrautir um salinn sem hafa verið sérstaklega settar upp fyrir þau.

S1-S3 ( 2021-2019) æfa 45 mín í senn

S4 (2018) æfa í 60 mín í senn. 

Lögð er áhersla á leik, hreyfiþjálfun, jákvæða upplifun barnanna og samverustund með foreldrum. Börnin læra að upplifa umhverfið í salnum, læra á líkama sinn og fá útrás fyrir hreyfiþörfina.

Í hverjum hópi er takmarkaður fjöldi, ef hóparnir fyllast þarf að skrá barnið á biðlista. Ef óskað er eftir að komast að í þessa tíma eftir að önn er hafin hjá okkur, þá þarf að senda póst á skrifstofustjóra Fimleikadeildar KA á skrifstofa@fimak.is

Yfirþjálfari krílahópanna er Ármann Ketilsson. Hann sér um námskeiðin ásamt aðstoðarþjálfurum.

Æfingagjöldin er hægt að skoða hér