Verðskrá

Skráning iðkenda og greiðsla æfingargjalda fer  öll í gegnum félagakerfi NORA.

Foreldrar sjá sjálfir um að skrá iðkendur og velja greiðsluform. Hægt er að skipta greiðslum á 1 til 4 greiðsluseðla eða 1 til 4 gjaldfærslur af kreditkorti, stundum færri greiðslur ef um ódýrari námskeið er að ræða. Athugið að 390 króna seðilgjald bætist við hvern greiðsluseðil (sem Greiðslumiðlun tekur til sín) en engin aukakostnaður leggst við kreditkortafærslur. Allar greiðslur fara um kerfi kreditkortafyrirtækja á öruggum síðum, FIMAK geymir engar slíkar upplýsingar.  Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið fyrirspurnir um skráningu þá vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið skrifstofa@fimak.is.

Frestur til að ganga frá æfingagjöldum í NORA er til 30. september.  Eftir það áskilur FIMAK sér rétt til að setja æfingargjöldin á einn greiðsluseðil og bætist þá við seðilgjald og/eða annar umsýlsukostnaður ef bakfæra þarf reikning.

Við bendum á að FIMAK endurgreiðir ekki æfingargjöld ákveði iðkandi að hætta eftir að æfingargjöld eru skráð inn.  Séu um langvarandi veikindi eða slys á barni um að ræða þá vinsamlega hafið samband við skrifstofu, skrifstofa@fimak.is.

 

 

Verðskrá Vor 2019

 
Æfingahópur Vikufjöldi Æfingagjald
F1 19  100.035 kr. + Leyfisgjald (rukkað sér)
K1 19  95.760 kr. + Leyfisgjald (rukkað sér)
F2, F3 19  93.700 kr. *
I3 19  85.500 kr. + Leyfisgjald (rukkað sér)

I4

17  79.200 kr. * 
I5  17  67.513 kr. * 
F4, F5  16  62.800 kr. *
A1, A2.  16  55.200 kr. *
A3, A4, A5, K4, K5.  16  45.600 kr. *
S hópar 13  17.550 kr. 

 

 

  • *Leyfisgjald FSÍ. Breytingar voru gerðar  vorið 2016 og leyfisgjald sett á með lagabreytingum á Fimleikaþingi. Leyfisgjöldum er skipt í gull, silfur, brons og kopar og eru mishá eftir því hvar iðkandi er staddur í Íþróttinni. Leyfisgjöldin eru rukkuð með æfingagjöldunum. 
 
  • Leyfisgjöld eru innheimt á hausti fyrir allt árið. Iðkandi sem kemur nýr inn á vorönn þarf að greiða leyfisgjald sem bætist þá við uppgefin æfingagjöld. 
  • Systkinaafsláttur/fjölskylduafsláttur er 10% af öllum æfingargjöldum innan heimilis ef um 2 eða fleiri æfingagjöld er að ræða.  Systkinaafsláttur reiknast allur á seinna barn sem skráð er í Nora kerfið.  Ekki er reiknaður systkinafsláttur af leyfisgjöldunum.