Verðskrá

Skráning iðkenda og greiðsla æfingargjalda fer  öll í gegnum félagakerfi Sportabler.

Allir iðkendur eru sjálkrafa skráðir áfram svo það þarf að tilkynna ef barn ætlar að hætta.  Æfingagjöld eru greidd í gegnum Sportabler og verður send út tilkynnin þegar þau eru komin inn.  Hægt er að skrá beint inn í leikskólahópana en í aðra hópa þarf að nýskrá og haft verður samband þegar búið er að finna réttan hóp fyrir viðkomandi.  

Ef nota á Frístundastyrk sveitarfélags sem greiðslu fyrir námskeið þarf að merkja við það sérstaklega á greiðslusíðunni. Þá birtist lína og hægt er að haka við “Nota Frístundastyrk – nafn sveitarfélags“og þá færist inn upphæð styrks sem viðkomandi iðkanda á rétt á , í sumum tilvikum getur forráða maður breytt upphæð og ráðstafað upphæð að eigin vali.

Hægt er að velja um tvennskonar greiðslumáta í fellistiku, kreditkort og greiðsluseðla og skipta gjaldinu í allt að 4 mánaðarlegar greiðslur (fjöldi skipta er háð heildarupphæð). Umbeðnir greiðsluseðlar birtast í netbanka viðkomandi forrráðamanns. Fyrir hvern útgefin greiðsluseðil innheimtist sérstakt seðilgjald kr. 390. Allar greiðslur fara um kerfi kreditkortafyrirtækja á öruggum síðum, FIMAK geymir engar slíkar upplýsingar.  Ef þið lendið í vandræðum, eða hafið fyrirspurnir um skráningu þá vinsamlegast hafið samband í gegnum netfangið skrifstofa@fimak.is.

Þegar valið hefur verið greiðslumáti og viðeigandi upplýsingar settar inn er mikilvægt að kynna sér og haka við í kjölfarið „Samþykki skilmála” og samþykkja með greiðslu.

Frestur til að ganga frá æfingagjöldum í Sportabler er til 15. september á haustönn og 20. janúar  á vorönn.  Eftir það áskilur FIMAK sér rétt til að setja æfingargjöldin á þrjá greiðsluseðla og bætist þá við seðilgjöld og/eða annar umsýslukostnaður ef bakfæra þarf reikning.  Komi til að senda þurfu æfingagjöld út þá er ekki hægt að nota frístundastyrk.

Við bendum á að FIMAK endurgreiðir ekki æfingargjöld ákveði iðkandi að hætta eftir að æfingargjöld eru skráð inn.  Séu um langvarandi veikindi eða slys á barni um að ræða þá vinsamlega hafið samband við skrifstofu, skrifstofa@fimak.is.

 

Verðskrá haust 2021

 Birt með fyrirvara um breytingar og innsláttarvillur.
Æfingahópur klst á viku  Vikufjöldi Æfingagjald (án leyfisgjalda FSÍ)

  F-meistaraflokkur,    K1 (2.-1. þrep, frjálsar æfingar).

17,5  20     133.000 kr
  F1 15,5  20     128.000 kr.
K1 (3. þrep) 12,5   20     115.000 kr. 
 I1 10 20     110.000 kr. 

 K2, I2, I3

10  17      93.000 kr. 
 F2 9,5  17      92.000 kr. 
 I4 8  16      82.000 kr. 
 I5 6  16      72.000 kr.
F3, F4, K3 4,5 16      65.000 kr. 
A1, P1, P2 3 16      60.000 kr.
A2, A3, P3 2 16      52.000 kr. 
2016 á lau  1 15      28.000 kr.
S hópar 45 mín  15      24.000 kr. 

 

  • Leyfisgjald FSÍ. Breytingar voru gerðar  vorið 2016 og leyfisgjald sett á með lagabreytingum á Fimleikaþingi. Leyfisgjöldum er skipt í gull, silfur, brons og kopar og eru mishá eftir því hvar iðkandi er staddur í Íþróttinni. 
 
  • Leyfisgjöld eru innheimt á hausti fyrir allt árið. Gjöldin rukkast aukalega með æfingagjöldunum en sundurliðuð á reikning. Iðkandi sem kemur nýr inn á vorönn þarf að greiða viðeigandi leyfisgjald sem bætist þá við uppgefin æfingagjöld. 
  • Systkinaafsláttur/fjölskylduafsláttur er 10% af öllum æfingargjöldum innan heimilis ef um 2 eða fleiri æfingagjöld er að ræða.  Systkinaafsláttur reiknast allur á seinna barn sem skráð er í Sportabler kerfið.  Ekki er reiknaður systkinafsláttur af leyfisgjöldunum.