Áhaldafimleikar karla (K-hópar)


Áhaldafimleikar karla
er einstaklingsíþrótt þar sem einstaklingurinn þarf að tileinka sér sjálfstæði og aga í vinnubrögðum sínum til að ná árangri.
Íþróttin er líkamlega mjög krefjandi. Nákvæmni og einbeiting er meðal lykilþátta við iðkun fimleika þar sem æfingar eru framkvæmdar við krefjandi aðstæður. Í áhaldafimleikum karla er keppt á 6 mismunandi áhöldum, gólfi, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá og svifrá.

Iðkendur Fim.ka (áhalda kk) eru fáir.  Þ.a.l. eru þeir saman á æfingum en mismarga daga og klukkustundir á dag. Þjálfari skipuleggur því æfingar þannig að þær henti öllum iðkendum sem best og æfingarnar verða þar með bæði ánægjulegri og árangursríkar fyrir alla iðkendur. Hjá Fimleikadeild KA er notast við stöðumat sem metur styrk, liðleika, hraða, þrek og getu í ákveðnum æfingum til að raða í hópa. Einnig er stuðst við íslenska fimleikastigann sem gefinn er út af Fimleikasambandi Íslands.

Við hópaskiptingu er ekki tekið tillit til búsetu, vináttu og/eða fjölskyldutengsla iðkenda eða annara atriða óháðum fimleikum nema iðkendur flokkist á sama getustigi skv. ofangreindu mati.

Við viljum benda iðkendum/foreldrum/forráðamönnum að  keppnibolir/gallar  deildarinnar eru sérpantaðir. Skrifstofa sér um pantanir í samráði vð þjálfara. Keppnisbolir fyrir 5. og 4. þrep eru til  inn á skrifstofu Fim.KA (ekki allar stærðir). skrifstofa@fimak.is

KK meistaraflokkur - 
K1 - 3. 2. og 1. þrep Keppnisbolur (sérpöntun). Dökkbláar fimleikabuxur og dökkbláar stuttbuxur.
K2 - 5. og 4.þrep  Keppnisbolur (sérpöntun). Bláar fimleikabuxur og bláar stuttubuxur.
K3 - 7-8 ára 



Æfingagjöldin er hægt að sjá hér