Fréttir & tilkynningar

30.08.2021

Fimleikar - Prufutímar

Í upphafi haustannar býður fimleikafélagið upp á prufutíma. Nokkur pláss eru laus hjá félaginu og því tilvalið að prófa tíma. Fimleikar eru frábær grunnur að hreyfingu þar sem æfingar eru blanda af styrk, þoli, teygjum og tækni. Nokkrar greinar fimleika eru í boði hjá félaginu og má þar nefna leikskólahópana, grunnhópa, áhaldafimleika, hópfimleika og Parkour. Félagið leggur mikla áherslu á menntun þjálfara og tekur virkan þátt í að senda ráðna þjálfara á þjálfaranámskeið sem haldin eru á vegum Fimleikasambands Íslands ásamt því að taka almenn þjálfaranámskeið á vegum ÍSÍ. Skráningar í alla hópa nema laugardagshópa fara fram í gegnum skráningarform á Sportabler ýmist beint í viðeigandi hóp eða í gegnum nýskráningu.

Viðburðir

Styrktaraðilar