Fréttir & tilkynningar

28.11.2023

Haustmót 1 og 2 í Hópfimleikum

Mikið hefur verið um að vera hjá Hópfimleikadeild félagsins. FIMAK sendi frá sér lið á Haustmót 1 helgina 18.nóv þar sem 4.flokkur kvenna kepptu í hófimleikum, þær gerðu gott mót og stóðu sig frábærlega vel. Einnig átti FIMAK 3 lið um sl.helgi á Haustmóti 2 sem haldið var á Selfossi þar sem 3.flokkur og 2.flokkur kepptu í Hópfimleikum. Allar stóðu þær sig frábærleg, miklar framfarir og bætingar hjá liðunum sem enduðu í 6.sæti,12.sæti og 16.sæti. Við erum ákaflega stolt af iðkendum okkar og þjálfurum sem hafa unnið vel í haust og verður gaman að fylgjast með þessum hópum á mótunum eftir áramót!

Viðburðir

Styrktaraðilar