Aðalfundur Fimleikadeildar KA

Stjórn Fimleikadeildar KA boðar til aðalfundar miðvikudaginn 24.apríl kl 20:00. Fundurinn verður haldinn í fundarsal KA Dalsbraut 1 (KA -heimilið). Áhugasamir eru vinsamlegast beðnir að senda tilkynningu um framboð á formadur@fimak.is
Dagskrá fundar
Fundarsetning og ávarp formanns.
Kjör fundarstjóra og fundarritara.
Staðfest lögmæti fundarins.
Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram.
Skýrsla aðalstjórnar, framkvæmdarstjóra og nefnda.
Reikningar félagsins.
Umræður um skýrslur.
Reikningar bornir undir atkvæði.
Lagabreytingar.
Kosning formanns.
Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga fyrir næsta starfsár
Ákvörðun styrktarfélagsgjalda
Önnur mál.