Fréttir

Parkour námskeið

Í sumar býður FIMAK upp á sumarnámskeið í parkour fyrir iðkendur á aldrinum 9-12 ára (2008 - 2011). Æfingar verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 13:00 – 14:30
Lesa meira

Sumaræfingar fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára

Í sumar býður FIMAK upp á sumaæfingar fyrir iðkendur á aldrinum 7-10 ára (2010-2013). Æfingar verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 – 14:30. Boðið verður upp á gæslu þessar þrjá daga á milli 12:00 – 13:00 fyrir þau börn sem eru að koma úr fim-leikjaskólanum. Þau verða að hafa með sér hollan og góðan hádegisverð. Vinsamlegast takið fram í athugasemd við skráningu ef þið óskið eftir gæslu.
Lesa meira

Fim - leikjaskóli FIMAK

Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2014). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn.
Lesa meira

Endurgreiðsla á æfingagjöldum vegna Covid-19.

Af gefnu tilefni viljlum benda á eftirfarandi tilkynningu frá UMFÍ varðandi endurgreiðslu á æfingagjöldum vegna Covid-19. Þessi tilkynning er gefin út í nafni UMFÍ og ÍSÍ. Á meðan við vitum ekki hvert framhaldið verður af samkomubanni og takmörkunum að mannvirkjum er ómögulegt að ákveða framahaldið. Hvort og/eða hvernig verður hægt að bæta upp þær æfingar sem hafa tapast þarf að vinna í samstarfi við forstöðumann mannvirkisins þegar húsið opnar.
Lesa meira

Salka Sverrisdóttir í æfingabúðir U-16 landsliðs unglinga í áhaldafimleikum.

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum þau Hildur Ketilsdóttir (kvenna), Þorbjörg Gísladóttir (unglinga) og Róbert Kristmannsson (karla), hafa á dögunum verið með úrtökuæfingar fyrir úrvalshópa í áhaldafimleikum fyrir árið 2020. Vel hefur verið mætt á æfingarnar og hafa þær gengið vonum framar. Frá FIMAK voru boðuð þau Salka Sverrisdóttir, Elenóra Mist Jónsdóttir, Kristín Hrund Vatnsdal, Emílía Mist Gestsdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Sólon Sverrisson. Í úrvalshópum hjá FSÍ eru þeir einstaklingar sem koma til greina í landsliðsverkefni á árinu í hverjum aldursflokki fyrir sig, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Fjöldi í úrvalshópi er ekki ákveðinn fyrirfram heldur eru þeir valdir hverju sinni sem erindi eiga í ólík verkefni landsliðsins á hverju ári fyrir sig. Af þeim sem tóku þátt frá FIMAK hefur Salka Sverrisdóttir verið valin áfram til þáttöku í æfingabúðum U-16 landsliðs unglinga sem fram fara í Reykjavík 22.-24. Janúar 2020.
Lesa meira