Fréttir

Haustönn 2023 komin á fullt

Haustönnin fer vel af stað og allt komið á fullt, mikil efturspurn og aðsókn er eftir því að komast í fimleika og parkour sem er frábært. Búið er að halda foreldrafundi með öllum hópum þar sem farið var yfir önnina og hvað sé framundan. Á haustönn eru um 430 skráðir iðkendur. Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar eru 49. Það styttist í fyrsta mót hjá okkar iðkendum og einnig þrepamót 1 sem FIMAK mun koma til með að halda 4.nóv nk og er mikil tilhlökkun fyrir því.
Lesa meira

Auglýsum eftir Parkour þjálfara

FIMAK leitar af parkour þjálfara í hlutastarf. Starfið felur í sér þjálfun á þremur hópum sem eru í parkour deildinni þar sem iðkendur eru 7 ára og eldri. Gerð er krafa á að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu af parkour og reynlsu af því að starfa með börnum. Hreint sakavottort er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á skrifstofa@fimak.is
Lesa meira

Við erum að ráða þjálfara!

FIMAK óskar eftir að ráða þjálfara í hóp- og áhaldafimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum ástamt ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is Frekari upplýsingar veitir Alexandra, skrifstofustjóri félagsins í tölvupósti á skrifstofa@fimak.is.
Lesa meira

Óskum eftir foreldrum í foreldraráð

Nú þegar önnin er farin af stað er búið að halda foreldrafundi í nokkrum hópum og fleiri fundir verða á næstunni. Þar er m.a. óskað eftir fulltrúum í foreldraráð og einnig óskað eftir foreldrum/forráðamönnum sem nokkurskonar tengillið hópsins við þjálfara, stjórn og starfsfólk. Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig í foreldraráð eða gerast tengiliður vinsamlegast sendið póst á formadur@fimak.is - FIMAK vantar fleiri sjálfboðaliða, án sjálfboðaliðans er ekkert félag.
Lesa meira

Breytt fyrirkomulag á áhorfsviku

FIMAK tilkynnir breytt fyrirkomulag á áhorfsviku. Frá og með haustönn 2023 mun vera haldin ein áhorfsvika um miðbik annar. Þá er foreldrum/forráðamönnum,systkinum, ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og fylgjast með. Fyrir utan þessa einu áhorfsviku biðjum við alla að bíða frammi í anddyri hússins. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku, þá talið endilega við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem auglýstur hefur verið. Þeir sem koma með lítil börn inn í fimleikasalinn á meðan æfingar standa yfir þurfa að passa vel upp á. Að börn séu EKKI inn á æfingasvæðinu eða fimleikaáhöldum, það getur skapað hættu. Einbeiting og hraði iðkenda er mikill í hlaupum og stökkvum og því getur skapast mikil hætta ef barn verður fyrir eða truflar iðkendur. Áhorfsvikan mun vera auglýst á heimasíðu FIMAK og facebooksíðu. Einnig munu allir fá skilboð á Sportabler með dagsetningu.
Lesa meira

Sameiningarviðræður

Á fundi stjórnar FIMAK í gær var sú àkvörðun tekin ùt frà hagsmunum FIMAK að hefja samningaviðræður við KA. Næsti fundur FIMAK og KA hefur ekki verið ákveðinn en verður settur við fyrsta tækifæri í næstu viku.
Lesa meira

Laus pláss í K-hópa

Við erum með laus pláss í K-hópana okkar sem eru áhaldafimleikahópar stráka. Mario og Tumi taka vel á móti öllum strákum sem vilja koma og prófa áhaldafimleika.
Lesa meira

Stundatafla Haustannar 2023

Æfingartafla Haustannar 2023 er loksins komin inn á heimasíðuna. Hún er birt með fyrirvara um breytingar vegna brottfalls, stundaskráa þjálfara úr framhaldsskólum og annarrar hagræðinga.
Lesa meira

Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 8. ágúst

Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 8.ágúst. Stjórn vill þakka öllum þeim sem mættu á fundinn, það styrkti okkur í áframhaldandi sjálfboðavinnu fyrir félagið. Stjórn vill koma því hér á framfæri sem kom greinilega ekki skýrt fram á fundinum. Allir fastráðnir starfsmenn FIMAK verða endurráðnir, verið er að vinna að ráðningarsamningum þeirra.
Lesa meira

Skráning er hafin í laugardagshópa!

Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla líkt og síðustu ár fyrir börn fædd 2021-2018. Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum. Æfingar hefjast laugardaginn 2.september Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum S2 og S3 hópar eru að fyllast en endilega skráið barnið á biðlista (sami linkur) og við bætum við auka hópi!
Lesa meira