Fréttir

Áhorfsvika 1- 7 nóvember

Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.
Lesa meira

Evrópumótið í hópfimleikum 2022

Evrópumótið í hópfimleikum 2022 fer fram í Lúxemborg núna þessa dagana og erum við í FIMAK gríðarlega stolt að eiga hlut í þremur keppendum. Salka Sverrisdóttir keppir með stúlknalandsliðinu sem keppir til úrslita á föstudaginn. Gísli Már Þórðarson keppir með blönduðu liði unglinga sem keppir einnig til úrslita á föstudaginn. Jóhann Gunnar Finnsson keppir með karlalandsliðinu og keppa þeir kl 17:15 í dag. EM var síðast haldið fyrir níu mánuðum síðan og varð Ísland Evrópumeistarar í kvennaflokki. Karlaflokkur Íslands lenti í öðru sæti, stúlknaflokkur í öðru sæti og blandaði hópurinn í þriðja sæti.
Lesa meira

FIMAK Fyrirmyndafélag ÍSÍ

Fimleikafélag Akureyrar fékk viðurkenningu sem Fyrirmyndarfélag ÍSÍ á opnu húsi laugardaginn 27. ágúst síðastliðinn.
Lesa meira

Drög af stundatöflu

Drög af stundatöflunni hafa verið birt og er hún birt með fyrirvara um breytingar. Æfingar hefjast þessa daga. K3, F3,F4 - 29.ágúst I3,I4,I5 - 29.ágúst P1,P2,P3 - 29.ágúst A1,A2 - 5.september S hópar (Krílahóparnir) - 10.september
Lesa meira

Opið hús í FIMAK

Opið hús verður í FIMAK laugardaginn 27 ágúst milli 13:00 og 15:00
Lesa meira

Vorsýning FIMAK 2022

Vorsýningarnar sem haldnar voru 4.júní eru komnar inná Youtube þar sem hægt er að sjá allar þrjár sýningarnar. Hér er slóð sýningar þrjár: Sýning 1: https://youtu.be/o-SueXeFCYASýning Sýning 2: https://youtu.be/dZVfcfXUmRMSýning Sýning 3: https://youtu.be/Hxmbbh9Rh_o
Lesa meira

Aðalfundur FIMAK 2022

Aðalfundur FIMAK verður haldinn þriðjudaginn 7.júní kl 20:00 í matsal Giljaskóla. (gengið inn um aðalinngang skólans). Hvetjum fólk til að mæta og taka þátt í starfinu.
Lesa meira

Leiga á fimleikasalnum fyrir afmæli

Þar sem mjög mikil eftirspurn er búin að vera eftir leigu á fimleikasalnum fyrir afmæli þá er hann orðin uppbókaður til 12.júní. Því fer hver að verða síðastur að bóka afmæli fyrir sumarfrí, síðasta helgi fyrir sumarfrí er 26.júní. Byrjum svo aftur með afmælin 14.ágúst. Hægt er að senda póst á afmaeli@fimak.is til að bóka afmæli
Lesa meira

Óskum eftir þjálfurum

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfara til að þjálfa Hópfimleika Áhaldafimleika Parkour Þyrfti að geta hafið störf í ágúst 2022. Frekari upplýsingar gefur Margrét Jóna, skrifstofustjóri félagsins, sími 462-1135 eða á skrifstofa@fimak.is
Lesa meira

Íslandsmót í 1.- 3. þrepi í áhaldafimleikum

Laugardaginn 9. apríl næstkomandi fer fram Íslandsmót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla. Íslandsmótið er fyrir keppendur í 1.-3. þrepi í áhaldafimleikum karla og kvenna en von er á um 90 keppendum frá 9 félögum. Þrep í fimleikum gefa til kynna kröfur til keppanda þar sem 1. þrep er erfiðasta þrep fimleikastigans. Þegar 1. þrepi er lokið öðlast keppendur rétt til að keppa í frjálsum æfingum sem líkja mætti við meistaraflokk. Þar sem þrepið er bundið við erfiðleikastig æfinga getur aldur keppenda í hverju þrepi verið breytilegur en flestir keppendur um helgina eru á aldrinum 11-14 ára. Í áhaldafimleikum kvenna er keppt á fjórum áhöldum, þ.e. gólfæfingum, stökki, tvíslá og jafnvægisslá. Í áhaldafimleikum karla er keppt á sex áhöldum, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá, svifrá og gólfæfingum.
Lesa meira