Fréttir

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Fimleikafélagið hefur ráðið til starfa Ólöfu Línberg Kristjánsdóttir á skrifstofu félagsins. Ólöf mun einnig koma inn í þjálfun. Ólöf er uppalin hjá Fimleikafélaginu og æfði fimleika til fjölda ára og þjálfaði einnig hjá okkur nokkur ár áður en hún fór suður í nám í íþróttafræði. Ólöf úskrifaðist með B.Sc í Íþróttafræði frá HR 2015 og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra fimleikadeildar Gróttu á Seltjarnarnesi. Það er mikill fengur fyrir okkur að hafa fengið Ólöfu norður sem mun hefja störf 1. ágúst.
Lesa meira

Sumarnámskeið FIMAK

Fimleikanámskeið sem verða í boði í júní hjá fimleikafélaginu. Um er að ræða almenn fimleikanámskeið, hópfimeikanámskeið, áhaldafimleikanámskeið og Parkour ásamt fim-leikjanámskeiðunum sem eru á morgnanna hjá okkur. Skráningar fara fram í gegnum Nora
Lesa meira

Fim-leikjaskóli

Í sumar býður fimleikafélagið upp á leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2010-2012. Námskeiðin eru frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00. Krakkar fæddir 2013 geta verið með á námskeiðum í ágúst ef næg þátttaka fæst.
Lesa meira

Aðalfundur FIMAK

Miðvikudaginn 15. maí fer Aðalfundur FIMAK fram. Fundurinn hefst kl. 20:30 í matsal Giljaskóla. Venjuleg aðalfundastörf fara fram. Tilnefningar til að sinna trúnaðarstörfum fyrir félagið liggja fyrir en það er öllum frjálst að gefa kost á sér á fundinum sjálfum.
Lesa meira

Allar æfingar falla niður um helgina.

Helgina 5.-7. apríl falla allar æfingar niður hjá félaginu vegna innanfélagsmóts. Verið er að keppa í öllum greinum fimleika nema Parkour um helgina og krýndir Akureyrarmeistarar í lok hvers keppnisdags. Parkour mótið verður auglýst síðar.
Lesa meira

Akureyrarfjör um helgina

Um helgina fer fram Akureyrarfjör hjá okkur. Þar gefst öllum iðkendum á grunnskóla aldri að keppa í fimleikum. Yngri hóparnir gera þær æfingar sem þeir hafa lært í vetur og við hvert áhald situr dómari sem skráir niður hvernig gékk. Um helgina verður keppt í grunnhópum, stökkfimi og áhaldafimleikum. Parkour fer fram síðar í apríl. Tilgangur mótsins er að allir fái smá innsýn í hvernig er að keppa í fimleikum og svo er ekki verra að hafa pabba, mömmu, afa og ömmu í salnum að fylgjast með. Eldri iðkendurnir okkar keppa svo um Akureyrarmeistara titil í hverjum styrkleika fyrir sig.
Lesa meira

Íslandsmót 2019 í áhaldafimleikum

Íslandsmót í þrepum fór fram í dag í Versölum. FIMAK eignaðist tvo Íslansdmeistara báða í 5. þrepi. Þau Halldóra Ósk Gunnlaugsdóttir Briem og Sölvi Sverrisson náðu bæði þeim frábæra árangri að verða Íslansdmeistarar í 5. þrepi stúlkna og drengja. Aðrir keppendur frá FIMAK voru einnig að standa sig frábærlega undir leiðsögn Florin Páun, Mirela Páun, Jan Bogodoi og Mihaela Bogodoi
Lesa meira

Æfingar falla niður vegna árshátíðar í Giljaskóla

Þessa og næstu viku falla einhverjar æfingar niður vegna árshátíðar Giljaskóla. Þetta á við um dagana 26. mars og 3. og 4. apríl. Þetta á við um þær æfingar sem eru á tímabilinu 16:30 -18:30. Við viljum biðja fólk að fylgjast vel með facebook hópum, sportabler og heimasíðunni. Þjálfarar munu einnig tilkynna iðkendum þegar æfing fellur niður.
Lesa meira

Innheimta æfingagjalda 2019

í byrjun febrúar var sendur út tölvupóstur ásamt því að sett var tilkynning hér um að frestur til að greiða æfingagjöld væri til 15. febrúar. Nú er sá frestur liðinn og greiðsluseðlar eru að detta inn í heimabanka hjá fólki. Það á engin að fá greiðsluseðil nema barnið hafi verið að mæta því það er tekið mið af mætingaskráningu. Því miður er okkur ekki heimilt að ráðstafa frístundastyrk fólks nema við séum sérstaklega beðin um það og því er frístundastyrkurinn ekki inn í þessum rukkunum sem berast þeim sem ekki greiddu fyrir 15. febrúar. Iðkendur sem hafa verið að byrja á miðri önn fá frest til 1. apríl til að ganga frá æfingajgöldum.
Lesa meira