Fréttir

Salka Sverrisdóttir í æfingabúðir U-16 landsliðs unglinga í áhaldafimleikum.

Landsliðsþjálfarar í áhaldafimleikum þau Hildur Ketilsdóttir (kvenna), Þorbjörg Gísladóttir (unglinga) og Róbert Kristmannsson (karla), hafa á dögunum verið með úrtökuæfingar fyrir úrvalshópa í áhaldafimleikum fyrir árið 2020. Vel hefur verið mætt á æfingarnar og hafa þær gengið vonum framar. Frá FIMAK voru boðuð þau Salka Sverrisdóttir, Elenóra Mist Jónsdóttir, Kristín Hrund Vatnsdal, Emílía Mist Gestsdóttir, Mikael Gísli Finnsson og Sólon Sverrisson. Í úrvalshópum hjá FSÍ eru þeir einstaklingar sem koma til greina í landsliðsverkefni á árinu í hverjum aldursflokki fyrir sig, bæði í unglinga- og fullorðinsflokki. Fjöldi í úrvalshópi er ekki ákveðinn fyrirfram heldur eru þeir valdir hverju sinni sem erindi eiga í ólík verkefni landsliðsins á hverju ári fyrir sig. Af þeim sem tóku þátt frá FIMAK hefur Salka Sverrisdóttir verið valin áfram til þáttöku í æfingabúðum U-16 landsliðs unglinga sem fram fara í Reykjavík 22.-24. Janúar 2020.
Lesa meira

Fullorðinsfimleikar

Fimleikafélag Akureyrar ætlar að bjóða upp á námskeið í fullorðinsfimleikum frá 8. október – 10. desember. Kennt verður á þriðjudagskvöldum frá kl. 19:30 – 20:45 í fimleikasalnum í Giljaskóla.
Lesa meira

Nýr starfsmaður á skrifstofu

Fimleikafélagið hefur ráðið til starfa Ólöfu Línberg Kristjánsdóttir á skrifstofu félagsins. Ólöf mun einnig koma inn í þjálfun. Ólöf er uppalin hjá Fimleikafélaginu og æfði fimleika til fjölda ára og þjálfaði einnig hjá okkur nokkur ár áður en hún fór suður í nám í íþróttafræði. Ólöf úskrifaðist með B.Sc í Íþróttafræði frá HR 2015 og hefur undanfarin ár gegnt starfi framkvæmdastjóra fimleikadeildar Gróttu á Seltjarnarnesi. Það er mikill fengur fyrir okkur að hafa fengið Ólöfu norður sem mun hefja störf 1. ágúst.
Lesa meira