Aðalfundur félagsins haldin 16.maí 2023

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram þriðjudaginn 16. maí kl. 20:00 í matsal Giljaskóla. Við hvetjum foreldra, forráðamenn, þjálfara og aðra áhugasama sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Óskum eftir framboðum í stjórn FIMAK. Vinsamlegast sendið póst um framboð á skrifstofa@fimak.is

Efni fundarins:
1. Fundarsetning og ávarp formanns.
2. Kjör fundarstjóra og fundarritara.
3. Staðfest lögmæti fundarins.
4. Fundargerð síðasta aðalfundar lögð fram
5. Skýrsla aðalstjórnar, framkvæmdarstjóra og nefnda.
6. Reikningar félagsins.
7. Umræður um skýrslur.
8. Reikningar bornir undir atkvæði.
9. Lagabreytingar.
10. Kosning formanns.
11. Kosning stjórnarmanna og 2 varamanna.
12. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga fyrir næsta starfsár
13. Ákvörðun styrktarfélagsgjalda
14. Önnur mál.

Stjórn FIMAK