Fréttir

Snemmbúið Páskafrí

Ljóst er eftir upplýsingafund ríkisstjórnarinnar í dag að allar æfingar munu falla niður frá og með morgundeginum 25.mars. Á fundinum kom fram að allt íþróttastarf barna-, unglinga og fullorðinna sé óheimilt og gildir þessi reglugerð í þrjár vikur. Við þjófstörtum því páskafríinu sem átti að hefjast á föstudaginn. Þjálfarar verða í sambandi í gegnum sportabler varðandi framhaldið eftir páska eða þann 6.apríl.
Lesa meira

Mótanefnd.

Lesa meira

Margrét Jóna Kristmundsdóttir ráðin skrifstofustjóri FIMAK

Margrét Jóna Kristmundsdóttir hefur verið ráðin skrifstofustjóri FIMAK
Lesa meira

Verðlaunaafhending

Á mótum Fimleikasambands Íslands hefur ekki verið hægt að halda hefðbundna verðlaunaafhendingu og verðlaun því send viðkomandi félögum. Föstudaginn 5. mars var ákveðið að halda verðlaunaathöfn í FIMAK fyrir iðkendur sem unnu til verðlauna á Þrepamóti 2, þrepamóti 1-3 þrep og Bikarmóti í áhaldafimleikum. Aðalsteinn Helgason formaður FIMAK og Mihaela yfirþjálfari áhaldafimleika sáu um afhendinguna.
Lesa meira

Áhorfsvika frestast þar til annað verður tilkynnt

Samkvæmt okkar almennu reglum ætti að vera áhorfsvika þessa viku sem því miður verður ekki. Við fögnum því að nú er leyfilegt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum en fyrir utan viðburði miðast fjöldatakörkun einstaklinga í sama rými núna við 50 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými. Það gilda sem sagt ekki sömu relgur um íþróttaviðburði og æfingar. Við munum skoða hvort hægt sé að útfæra áhorfsviku í einhverri mynd miðað við núgildandi sóttvarnareglur og tilkynnum um leið ef lausn finnst á því.
Lesa meira

Nýr kafli í sögu FIMAK

Í fyrsta skipti í sögu FIMAK sendir fimleikafélagið frá sér lið sem mun keppa í frjálsum æfingum á Bikarmóti í áhaldafimleikum. Liðið skipa þær Emílía Mist, Martha Josefine Mekkín, María Sól, Salka og Elenóra Mist og eru fjórar þeirra á 16. aldursári og ein þeirra er á 15. aldursári. Fjórar þeirra eru að keppa í frjálsum æfingum í fyrsta skipti.
Lesa meira

ATVINNA - Skrifstofustjóri FIMAK

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 60% starf. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum Akureyar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kemur að flestu því er viðkemur fimleikafélaginu. Skrifstofustjóri heyrir beint undir Aðalstjórn félagsins og muna vinna í nánu samstarfi við hana. Möguleiki er að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða.
Lesa meira

Búið að opna fyrir skráningu á vorönn2021

Nú er búið að opna fyrir skráningu í NORA fyrir vorönn 2021. Greiðslufrestur er til 10. febrúar 2021 eftir það fara greiðsluseðlar í heimabanka og ekki lengur hægt að nýta frístundastyrkinn.
Lesa meira

Höldur – Bílaleiga Akureyrar er aðalstyrktaraðili FIMAK

Skrifað var undir samstarfssamning milli Hölds – Bílaleigu Akureyrar og FIMAK nú á dögunum. Höldur hefur stutt vel við bakið á okkur síðustu árin og erum við í FIMAK afar þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning.
Lesa meira