Fundargerð félagsfundar sem haldinn var 8. ágúst

Félagsfundar FIMAK 8. ágúst 2023

 

  • Kynning á stjórnarmeðlimum og starfsmanni skrifstofu.

Mættir úr stjórn FIMAK voru Sonja Dagsdóttir formaður, Einar Pampichler, Hjörleifur Örn Jónsson og Pétur Birgisson. Frá ÍBA var Helga Björg Ingvadóttir og frá Akureyrarbæ Ellert Örn Erlingsson. 

Fjármál FIMAK,kostnaðargreining. Farið var yfir fjármál FIMAK. Í stuttu máli kom það í ljós þegar stjórn fór að skoða bókhald og innistæður betur eftir vinnu við Vorsýningu kom í ljós að skuldir félagsins yrðu yfir 20 milljónir í lok sumars. Ljóst var að ekki yrði hægt að greiða laun þann 1. júlí. Viðræður við Landsbankann skiluðu engum árangri, því ekki var hægt að hækka yfirdráttaheimild FIMAK sem er nú þegar í 6 milljónum. Bæði ÍBA og FSÍ gerðu félaginu grein fyrir að þar væri enga fjárhagsaðstoð að fá. Stjórn ákváð þá að segja upp þeim 4 fastráðnu starfsmönnum FIMAK. Í kjölfarið var farið í viðræður við Akureyrarbæ, bærinn var ekki tilbúinn til að koma með auka fjármagn inn í Félagið.

Stjórn tók þá ákvörðun að biðja um annan fund með Akureyrarbæ, þar sem bænum var gert grein fyrir að eins og staðan væri yrði að lýsa félagið gjaldþrota. 

Sameining við annað félag Akureyrarbær samþykkti að aðstoða við launagreiðslur sumarsins með því skilyrði að kostnaðargreining yrði unnin og farið yrði í sameiningaviðræður. Sameiningaviðræður sem FIMAK stóð í 2018 urðu að engu vegna niðurstöðu kosningar innan stjórnar þess tíma. Viðræður eru hafnar við bæði Þór og KA en eru á algeru byrjunarstigi.

ÞjálfaramálErfiðlega hefur reynst að finna þjálfara. Meistarflokkur hóp. vantar þjálfara þeir 2 þjálfara sem koma að hópnum núna eru báðar ófrískar. Stjórn er búin að senda út auglýsingar og þær umsóknir sem hafa borist og hafa verið sýndar fyrrverandi þjálfara hafa ekki hentað félaginu. Búið er að hringja/senda skilaboð á öll þau nöfn sem hafa tengst FIMAK. Rætt hefur verið við FSÍ, þjálfara annarra félaga. Leitin mun halda áfram. Einnig vantar áhaldaþjálfara fyrir yngri iðkendur. Þar hefur einnig verið víðtæk leit sem ekki hefur borið árangur enn. 

  • Önnur mál

Ferðaskostnaður þjálfara. Farið var yfir að stór hluti ferðakostnaðar vegna þjálfara hefur verið greiddur af FIMAK. Þessu þarf að breyta og líkt og önnur íþróttafélög þar sem kostnaður er greiddur af iðkendum. Nokkur umræða skapaðist um mót og skipulag þeir. FIMAK hefur alfarið séð um skipulag og hefur gengið misvel. FIMAK þarf líkt og önnur félög að koma þessum kostnaði út úr rekstri félagsins. Reglur í kringum mót þurfa að verða gerð skýrari líkt og önnur félög sem eru að senda hópa og fá rútur þá verður það EKKI lengur í boði að iðkandi sem velur að fara EKKI með rútu taki ekki þátt í kostnaði rútunnar. FIMAK sér gríðalega möguleika í sameiningu við annað félag þegar kemur að mótakostnaði. Lið gætu t.d. Sameinast í rútu.

Samskipti. Öll samskipti milli þjálfara og iðkenda/foreldra/forráðamanna eiga að fara fram á Sportabler. Stjórn mun vinna markvisst að því að upplýsingarflæði verði aukið, allar upplýsingar á að finna á Heimasíðu FIMAK fimak.is og félagið er einnig með Facebooksíðu. Um leið og FSÍ gefur út mótaskrá munu þjálfarar fara yfir á hvaða mót verður farið og upplýsingar um það sent út. Þegar nær dregur mótum hefst skráning á mót. Skipulag vegna móta verður líklega þetta árið í höndum stjórnar og skrifstofu. En hjá flestum félögum eru það foreldrar sem sjá um þetta skipulag (rútur, gisting, matur, afþreying).

Fjáraflanir.  Allir iðkendur FIMAK geta tekið þátt í fjáröflun. Foreldrafélagið er með facebook síðuna Fimak Fjáröflun. Rætt var um fjáraflanir innan hvers hóps og að virkja þurfi iðkendur í fjáröflun. Félaginu var t.d. boðið fjáröflun í sumar, sem var kynnt á facebook síðunni en aðeins 2 iðkendur skráðu sig.

Æfingagjöld Æfingagjöld haustannar voru hækkuð um 4% síðustu vorönn. Sú hækkun hefur ekki komið á móts við aukin launakostnað og verðhækkanir í samfélaginu. Hækkun gjalda á haustönn eru því frá 10 - 2% fer eftir hópum. Foreldri kom með þá tillögu að félagið myndi bjóða upp á að skipta greiðslum í 4 afborganir. Það mun verða gert. Einnig kom stjórn þeim skilaboðum áleiðis að þeir sem lenda í vandræðum með afborganir geti alltaf verið í sambandi við stjórn.