Fréttir

Foreldramorgun hjá Krílahópum

Í morgun mættu um 150 frískir krakkar/kríli í fimleikaskóla FIMAK og leyfðu foreldrum sínum að horfa á og jafnvel prófa hinar ýmsu æfingar.
Lesa meira

Vel heppnað Þrepamót 1.

Vel heppnuðu Þrepamóti 1 (4. og 5.þrep) lauk í dag. 186 flottir fimleikakrakkar tóku þátt og stóðu sig frábærlega.
Lesa meira

Þrepamót í áhaldafimleikum

Helgina 4. - 5. nóvember fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla.
Lesa meira

Kvennaverkfall 24.október

FIMAK styður Kvennaverkfall 24.október 2023. Kvennþjálfarar FIMAK hafa leyfi stjórnar til að fella niður æfingar á morgun.
Lesa meira

Bleikur dagur

1.- og 2.flokkur í hópfimleikum tóku bleika æfingu í tilefni bleika dagsins og hentu auðvitað í bleiku slaufuna🌸🌸
Lesa meira

FIMAK stóð sig frábærlega á Haustmóti FSÍ

FIMAK átti 4 keppendur á haustmóti FSÍ um helgina sem fram fór í Gerplu. Þeir stóðu sig allir frábærlega vel og erum við stolt af strákunum. Sólon Sverrisson (unglingaflokkur) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut brons á gólfi, gull í hringum og gull í stökki. Patrekur Páll Pétursson (3.þrep) keppti í fjölþraut og tók þar 2.sæti. Hann hlaut silfur á gólfi, brons á boghesti, gull í hringum og gull á svifrá. Jóel Orri Jóhannesson (3.þrep) fékk silfur í stökki. Mikael Máni Jensson (3.þrep) fékk gull átvíslá. Stórglæislegt hjá þeim og óskum við þeim innilega til hamingju með þessa frábæru frammistöðu, áfram FIMAK!
Lesa meira

Áhorfsvika 9.október - 14.október

í næstu viku 9.- 14.október verður áhorfsvika í FIMAK. Þá eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á.Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur. Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.
Lesa meira

Haustönn 2023 komin á fullt

Haustönnin fer vel af stað og allt komið á fullt, mikil efturspurn og aðsókn er eftir því að komast í fimleika og parkour sem er frábært. Búið er að halda foreldrafundi með öllum hópum þar sem farið var yfir önnina og hvað sé framundan. Á haustönn eru um 430 skráðir iðkendur. Þjálfarar og aðstoðarþjálfarar eru 49. Það styttist í fyrsta mót hjá okkar iðkendum og einnig þrepamót 1 sem FIMAK mun koma til með að halda 4.nóv nk og er mikil tilhlökkun fyrir því.
Lesa meira

Auglýsum eftir Parkour þjálfara

FIMAK leitar af parkour þjálfara í hlutastarf. Starfið felur í sér þjálfun á þremur hópum sem eru í parkour deildinni þar sem iðkendur eru 7 ára og eldri. Gerð er krafa á að viðkomandi hafi góða þekkingu og reynslu af parkour og reynlsu af því að starfa með börnum. Hreint sakavottort er skilyrði. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknir og fyrirspurnir skal senda á skrifstofa@fimak.is
Lesa meira

Við erum að ráða þjálfara!

FIMAK óskar eftir að ráða þjálfara í hóp- og áhaldafimleika. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknum ástamt ferilskrá skal senda á skrifstofa@fimak.is Frekari upplýsingar veitir Alexandra, skrifstofustjóri félagsins í tölvupósti á skrifstofa@fimak.is.
Lesa meira