Foreldramorgun hjá Krílahópum

Foreldramorgun hjá Krílahópunum
Í morgun mættu um 150 frískir krakkar/kríli í fimleikaskóla FIMAK og leyfðu foreldrum sínum að horfa á og jafnvel prófa hinar ýmsu æfingar. Mikil gleði og stuð. Í anddyri voru iðkendur og foreldrar stelpna í I4 (hópfimleikum) að selja kaffi, köku og annað góðgæti. Eins og sjá má á myndum þá eru margir ungir og efnilegir fimleikakrakkar á Akureyri.