Vel heppnað Þrepamót 1.

Nú um helginga fór Þrepamót 1 (4 . og 5.þrep) fram. 186 flottir fimleikakrakkar tóku þátt og stóðu sig frábærlega. Einstaklega skemmtilegt var að fylgjast með þessum ungu og efnilegu íþróttamönnum. Margir sýndu miklar framfarir og náðu sínu þrepi. M.a. voru það FIMAK iðkendurnir Ísak Kristinn Tómasson sem náði 4.þrepi og María Elísabet Friðriksdóttir sem náði 5.þrepi. Stjórn Fimak óskar þeim til hamingju sem og öllum hinum  iðkendunum sem tóku þátt.

Stjórn Fimak vill þakka öllum þeim sjálfboðaliðum sem aðstoðuðu við undirbúning/vinnu á móti og frágang. Án sjálfboðaliðans væri ekki hægt að halda svona mót.

Einnig vill Stjórn Fimak þakka Kjarnafæði, Matur og Mörk, Mjólkursamsölunni og Kaffibrennslunni stuðninginn.