Fréttir

Hópfimleikamót á Akureyri

Hópfimleikamót verður haldið hjá Fimleikafélagi Akureyrar laugardaginn 26. mars. Við eigum von á besta hópfimleikafólki landsins. Mótið er fyrir annan, fyrsta og meistaraflokk. Meðal þátttakenda eru m.a. nýkrýndir Evrópumeistarar kvenna í hópfimleikum og við eigum því von á frábærri sýningu. Þetta er því einstakt tækifæri fyrir Akureyringa og nærsveitamenn til koma að sjá okkar færasta fólk. Keppnin er í tveimur hlutum. Fyrri hlutinn hefst kl. 12:40 og seinni hlutinn kl. 16:00. Dagskrá mótsins er að finna á síðu Fimleikasambands Íslands. Við hvetjum áhugafólk til að mæta!
Lesa meira

Áhorfsvika 1-7 mars

Í upphafi hvers mánaðar, 1. til og með 7. hvers mánaðar, eru foreldrum, systk. ömmum og öfum velkomið að sitja inn í sal á meðan á æfingu stendur og horfa á . Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. Þetta hefur reynst mjög vel fyrir iðkendur, þjálfara og ekki síst aðstandendur.Ef af einhverjum ástæðum þið komist ekki umrædda viku þá endilega talið við þjálfara hópsins um að fá að vera inni utan þess tíma sem getinn er. Ef þið eruð með lítið barn með ykkur þegar þið horfið á vinsamlegast passið að það sé EKKI inn á æfingasvæðinu það getur skapað hættu því hraðinn á iðkendur er mikill í hlaupum og slys geta orðið.
Lesa meira

Áhorfsvika 1-7 febrúar

Ákveðið hefur verið að halda áhorfsviku með takmörkunum. Í boði verður að koma 1x á þessari viku að horfa á æfingu, aðeins 1 foreldri frá iðkanda má mæta í einu. Ekki er í boði að koma með systkini með sér í þetta skiptið. Grímuskylda er inn í húsinu og spritt þegar labbað er inn í salinn. Meðan við erum enþá að vinna með hólfaskiptingu innan FIMAK þá höfum við ákveðið að fara milliveginn þessa áhorfsvikuna með von um að næstu mánuðir geti gefið okkur meiri slaka.
Lesa meira

Skráning er opin í K-hópana okkar

Skráning er opin í K-hópana okkar. K-hóparnir eru fyrir stráka á aldrinum 8+ sem vilja æfa áhaldafimleika.
Lesa meira

Krílahópunum frestað til 15.janúar

Tekin hefur verið ákvörðun vegna ástandins í þjóðfélaginu að seinka byrjunni á vorönninni hjá Krílahópunum um eina viku. Því er fyrsti tími 15.janúar, við munum svo bæta við tíma í enda annarinnar sem kemur í staðinn fyrir þennan tíma sem átti að vera núna 8.janúar.
Lesa meira

Skráning hafin í krílahópana 2022

Skráning er hafin í krílahópana fyrir vorönn 2022 Fimleikafélag Akureyrar verður með íþróttaskóla fyrir börn fædd 2016-2019 Hóparnir kallast S-hópar og æfa 1x í viku á laugardögum. Æfingar hefjast laugardaginn 8.janúar Yfirþjálfari er Ármann Ketilsson ásamt hjálparhellum
Lesa meira

Jóhann og Gísli á sínu fyrsta hópfimleikamóti – brons á EM Portúgal 2021

Jóhann Gunnar Finnsson, 17 ára og Gísli Már Þórðarson, 16 ára voru valdir í 20 manna blandað unglingalandslið í lok júní á þessu ári. Þeir hafa æft stíft síðan þá, og dvalið tölvert mikið fyrir sunnan. Þeir voru í æfingabúðum á Akranesi síðastliðið sumar. Í september og október voru langar æfingahelgar hjá strákunum fyrir sunnan. Þeir þurftu svo undir það síðasta að dvelja eingöngu fyrir sunnan, þar sem æft var fimm sinnum í viku, þrjár klukkustundir í senn.
Lesa meira

Áhorfsvika

Vikuna 1 - 7 nóvember verður áhorfsvika í FIMAK, foreldrar, systk, ömmur og afar eru velkomið að sitja inní sal á meðan á æfingu stendur og horfa á. Hinar vikurnar biðjum við ykkur að bíða fram í anddyri hússins ef þið ætlið að bíða eftir börnum ykkar á meðan æfingu stendur. ATH Grímuskylda er inní sal hjá þeim sem mæta og horfa á æfingar
Lesa meira

Æfingar falla niður fram yfir helgi

Því miður þurfum við að halda áfram að fella niður æfingar þangað til storminum lægir. Vegna tilmæla aðgerðastjórnar LSNE höfum við ákveðið að fella niður æfingar fram til mánudags hjá öllum grunn - og leikskólahópum. Staðan verður endurmetin um helgina og önnur tilkynning gefin út á sunnudaginn. Kær kveðja Stjórn & Skrifstofustjóri FIMAK
Lesa meira

Æfingar falla niður

Tekin hefur verið ákvörðun um að fella niður allar æfingar hjá FIMAK fram til fimmtudagsins 7.október vegna fjölgunar á Covid smitum á Akureyri. Tekin verður staðan aftur um miðja viku og ákveðið þá framhaldið. Gerum þetta vel og gerum þetta saman
Lesa meira