Áhorfsvika 1-7 febrúar

Ákveðið hefur verið að halda áhorfsviku með takmörkunum. Í boði verður að koma 1x á þessari viku að horfa á æfingu, aðeins 1 foreldri frá iðkanda má mæta í einu. Ekki er í boði að koma með systkini með sér í þetta skiptið.
Grímuskylda er inn í húsinu og spritt þegar labbað er inn í salinn.
Meðan við erum enþá að vinna með hólfaskiptingu innan FIMAK þá höfum við ákveðið að fara milliveginn þessa áhorfsvikuna með von um að næstu mánuðir geti gefið okkur meiri slaka.