Fréttir

Nýr kafli í sögu FIMAK

Í fyrsta skipti í sögu FIMAK sendir fimleikafélagið frá sér lið sem mun keppa í frjálsum æfingum á Bikarmóti í áhaldafimleikum. Liðið skipa þær Emílía Mist, Martha Josefine Mekkín, María Sól, Salka og Elenóra Mist og eru fjórar þeirra á 16. aldursári og ein þeirra er á 15. aldursári. Fjórar þeirra eru að keppa í frjálsum æfingum í fyrsta skipti.
Lesa meira

ATVINNA - Skrifstofustjóri FIMAK

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 60% starf. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum Akureyar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kemur að flestu því er viðkemur fimleikafélaginu. Skrifstofustjóri heyrir beint undir Aðalstjórn félagsins og muna vinna í nánu samstarfi við hana. Möguleiki er að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða.
Lesa meira

Búið að opna fyrir skráningu á vorönn2021

Nú er búið að opna fyrir skráningu í NORA fyrir vorönn 2021. Greiðslufrestur er til 10. febrúar 2021 eftir það fara greiðsluseðlar í heimabanka og ekki lengur hægt að nýta frístundastyrkinn.
Lesa meira

Höldur – Bílaleiga Akureyrar er aðalstyrktaraðili FIMAK

Skrifað var undir samstarfssamning milli Hölds – Bílaleigu Akureyrar og FIMAK nú á dögunum. Höldur hefur stutt vel við bakið á okkur síðustu árin og erum við í FIMAK afar þakklát fyrir þeirra mikilvæga stuðning.
Lesa meira

Skráningar í FIMLEIKA

Nú er Vorönn hafin hjá okkur. Laust er í nokkar hópa fyrir nýskráningar vegna brottfalla. Það er laust í alla leikskólahópa, einnig í 6-8 ára bæði kyn, og Parkour. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur á skrifstofa@fimak.is ef það óskar eftir upplýsingum. Það má skilja eftir símanúmer og biðja okkur að hringja ef þið kjósið heldur að ræða við einhvern um starfið. Allir 6 ára og eldri sem voru á haustönn eru sjálfkrafa skráðir áfram en þurfa samt sem áður að skrá sig í Nora til að ganga frá greiðslu. Opnað verður fyrir Nora hjá 6 ára og eldri um helgina. 3-5 ára þarf að skrá á hverja önn og er það gert í gegnum Nora https://fimak.felog.is/ , búið er að opna fyrir skráningu þar. Nýskráningar 6 ára og eldri fara hins vegar fram í gegnum skráningarform á heimasíðu félagsins https://www.fimak.is/is/skraning-idkenda Við höfum svo samband þegar við finnum út hvaða hópur hentar barninu best m.t.t. til aldurs.
Lesa meira

íþróttamaður Akureyrar fór fram 20. janúar

Þann 20. janúar fór fram kjörið um íþróttamann Akureyrar árið 2020. Fyrir valinu urðu Aldís Kara Bergsdóttir listskautakona í Skautafélagi Akureyrar og Viktor Samúelsson kraftlyftingamaður. Sú nýbreytni á valinu varð fyrir tveim árum að aðildafélög ÍBA senda inn tilnefningar til ÍBA og Afrekssjóðsnefnd fer yfir tilnefningar og velur 10 efstu fyrir hvort kyn. Fimleikafélagið hefur ekki alltaf getað sent inn tilnefningar þar sem aldursviðmið er 16 ára. Í ár erum við stolt af því að hafa tilnefnt 3 iðkendur í valið sem er ákveðin sigur fyrir okkar félag. Því miður þá var ekkert af þeim valið inn sem 10 efstu en við erum engu að síður afar stolt af þessum krökkum sem hafa náð gríðarlega langt í sinni grein og spennandi að fylgjast með hvert þau stefna í framtíðinni.
Lesa meira

Æfingar hefjast aftur 4. janúar eftir jólafrí

Fimleikafélagið óskar öllum Gleðilegt ár og farsældar á nýju ári. Fimleikastarfið fer í gang aftur eftir jólafrí mánudaginn 4. janúar. Við erum bjartsýn með komandi ár og trúum því að takmarkanir við æfingar komi ekki til eins og árið 2020 og minnum í leiðinni á að haustönnin var framlengd og líkur 17. janúar 2021. Ef iðkandi ætlar ekki að halda áfram á vorönn þá vinsamlegast látið vita á netfangið skrifstofa@fimak.is. Ekki þarf að tilkynna með þátttöku hjá laugardagshópum. Skráning í Nora dugar til að staðfesta skráningu í leikskólahópana.
Lesa meira

Jólafrí og haustönn framlengd til 17. janúar 2021

Nú styttist í jólafrí hjá fimleikafélaginu. Laugardagshóparnir okkar fóru í jólafrí síðastliðin laugardag eftir góða heimsókn frá hressum jólasveinum. Aðrir hópar (A-hópar, M-hópar, Parkour, I5, K3 og F3-F5) fara í jólafrí á föstudaginn kemur 18. desember. Gerð var forsrkráning hjá keppnishópum þar sem þeim var gert kleyft að mæta á æfingar vikuna fyrir jól og milli jóla og nýjárs. Þeir sem skráðu sig á þær æfingar þurfa að fygljast vel með á Sportabler þar sem æfingatími verður óhefðbundinn og settur þar inn. Það hefur ekki farið fram hjá neinum að árið 2020 hefur reynst erfitt í marga staði og þar er almenn íþróttaiðkun ekki undaskilin. Æfingar hafa fallið niður í langan tíma vegna þeirra sóttvarna sem gripið hefur verið til í landinu. Til að koma til móts við iðkendur vegna æfingataps hefur stjórn Fimleikafélagsins tekið ákvörðun um að framlengja haustönnina til 17. janúar 2021. Þeir sem hafa greitt æfingagjöld fyrir haustönn geta því æft fram í janúar. Vorönn hefst 19. janúar 2021.
Lesa meira

Æfingar hjá leikskólahópum hefjast laugardaginn 21. nóvember 2020

Æfingar hjá leikskólahópum hefjast aftur eftir sóttvarnarhlé laugardaginn 21. nóvember 2020. Forsenda þess að æfingar geti hafist er að foreldrar komi ekki inn í húsið. Við verðum því með "móttökunefnd" í forstofunni sem tekur á móti krökkunum og kemur þeim inn í æfingasalinn og skilar þeim aftur í forstofuna að æfingu lokinni. Yngstu krakkarnir verða merkt með símanúmeri foreldra til að auðveldara verði að ná í foreldra ef eitthvað kemur upp á og þau fá heimþrá. Við biðjum foreldra að leggja bifreiðum í stæði þegar krakkarnir eru sótt og koma og sækja þau að forstofunni til að koma í veg fyrir slysahættu á bílaplaninu. Við vonum að krakkarnir treysti sér til að koma á æfingu þó foreldrar verði að bíða fyrir utan og allir verði glaðir að tíma loknum.
Lesa meira

Styrkir fyrir börn og ungt fólk í íþrótta- og æskulýðstarfi

Félagsmálaráðuneytið hefur opnað fyrir umsóknir á íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem koma frá tekjulágum heimilum. „Covid-19 faraldurinn hefur haft gríðarleg áhrif á allt íþrótta- og tómstundastarf í landinu. Þegar þrengir að fjárhag fjölskyldna er mikil hætta á að þær dragi úr þátttöku barna í íþrótta- og tómstundastarfi,“ segir Ásmundur Einar Daðason, félags- og barnamálaráðherra. Félagsmálaráðuneytið hefur nú opnað fyrir umsóknir á sérstökum íþrótta- og tómstundastyrkjum fyrir börn sem búa á tekjulægri heimilum. Markmiðið með þeim er að jafna tækifæri barnanna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Styrkirnir koma til viðbótar hefðbundnum íþrótta- og tómstundastyrkjum sveitarfélaga. Alls verður um 900 milljónum króna varið í verkefnið árin 2020 og 2021.
Lesa meira