Fréttir

Sumarfrí

Fimleikafélag Akureyrar er komið í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi. Fimleikasalurinn er lokaður og því ekki hægt að fá hann leigðan út á meðan sumarfrí stendur yfir. Stjórn félagsins mun skoða töluvpósta af og til og svara erindum sem hafa borist. Erindi er snúa að innheimtu skulu berast á gjaldkeri@fimak.is
Lesa meira

Þjálfarar óskast til starfa veturinn 2020-2021

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfar til vinnu næsta vetur. Félagið leitar að almennum þjálfurum i tímavinnu ásamt fastráðnum fagþjálfurum í bæði hópfimleika og áhaldafimleika. Vinnutími er að mestu eftir kl. 14 á daginn. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Marakmið félagsins er að efla árangur í fimleikum ásamt því að hvetja til almennrar íþróttaiðkunnar án áherslu á keppni. Félagið er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.
Lesa meira

FIMAK augýsir eftir framkvæmdastjóra í hlutastarf.

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra i 60% starf. Möguleiki að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða. Vinnutími eftir samkomulagi. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Umsóknafrestur rennur út 15. júní 2020.
Lesa meira

Parkour námskeið

Í sumar býður FIMAK upp á sumarnámskeið í parkour fyrir iðkendur á aldrinum 9-12 ára (2008 - 2011). Æfingar verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 13:00 – 14:30
Lesa meira

Sumaræfingar fyrir krakka á aldrinum 7 – 10 ára

Í sumar býður FIMAK upp á sumaæfingar fyrir iðkendur á aldrinum 7-10 ára (2010-2013). Æfingar verða á mánudögum, þriðjudögum og fimmtudögum frá kl. 13:00 – 14:30. Boðið verður upp á gæslu þessar þrjá daga á milli 12:00 – 13:00 fyrir þau börn sem eru að koma úr fim-leikjaskólanum. Þau verða að hafa með sér hollan og góðan hádegisverð. Vinsamlegast takið fram í athugasemd við skráningu ef þið óskið eftir gæslu.
Lesa meira

Fim - leikjaskóli FIMAK

Í sumar býður FIMAK upp á fim-leikjanámskeið fyrir 6-10 ára krakka (2010-2014). Námskeiðin verða frá kl. 8:00 - 12:00 alla virka daga og standa yfir í viku í senn.
Lesa meira

Endurgreiðsla á æfingagjöldum vegna Covid-19.

Af gefnu tilefni viljlum benda á eftirfarandi tilkynningu frá UMFÍ varðandi endurgreiðslu á æfingagjöldum vegna Covid-19. Þessi tilkynning er gefin út í nafni UMFÍ og ÍSÍ. Á meðan við vitum ekki hvert framhaldið verður af samkomubanni og takmörkunum að mannvirkjum er ómögulegt að ákveða framahaldið. Hvort og/eða hvernig verður hægt að bæta upp þær æfingar sem hafa tapast þarf að vinna í samstarfi við forstöðumann mannvirkisins þegar húsið opnar.
Lesa meira