Fréttir

Uppgjör fyrir árið 2018 í innheimtu æfingagjalda

Góðan dag Stjórn Fimleikafélagsins er að gera upp árið 2018 til að geta skilað af sér ársreikningum. Það er töluvert um að foreldrar hafi gleymt að skrá börnin sín í Nora og þar af leiðandi hefur ekki borist greiðsla fyrir þau aðra hvora önnina og jafnvel báðar árið 2018. VIð erum að fara yfir mætingalista svo það ætti engin að fá greiðsluseðla nema þeir eigi barn sem hefur verið að mæta. Upphæðinni mun vera dreyft á tvo til þrjá greiðsluseðla til að auðvelda fólki að standa í skilum. Ef þið teljið ykkur vera að fá rangan reikning þá sendið póst á skrifstofa@fimak.is og við munum finna út úr því í sameiningu hvar villan liggur.
Lesa meira

Fjölskyldutími hjá Krílahópum

Laguardaginn 2. mars er fjölskyludtími hjá krílahópunum. Þá mega foreldrar, systikyni, afar og ömmur koma og taka þátt í fjörinu með litlu krílunum. Fátt vekur eins mikla kátínu hjá þeim litlu en að sjá foreldra sína reyna við sömu æfingar og þau eru að glíma við vikulega. Endilega mætið og eigið góða stunda saman í fimleikasalnum.
Lesa meira

Síðasti greiðsludagur fyrir vorönn 2019 er 15. febrúar

Við viljum vekja athygli á því að frestur til að ganga frá greiðslum á æfingagjöldum í gegnum Nora greiðslukerfið okkar er til 15. febrúar. Þar er hægt að skipta greiðslum niður á kort eða greiðsluseðla og nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ sem kom inn um áramótin og er 35.000 kr. Eftir 15. febrúar verða æfingajgöld send í innheimtu með greiðsluseðil og frístundastyrkurinn ekki tekinn þar inn. Ef einhverjar séróskir eru eða spurningar sendið þær á skrifstofa@fimak.is (þar sem enginn starfar á skrifstofu er ekki hægt að hringja inn).
Lesa meira

Síðasti tíminn fyrir jól hjá krílahópum 8. desember

Á morgunn laugardaginn 8.desember er síðasti tíminn fyrir jól í krílahópunum okkar.Okkur langar að gera hann svolítið jólalegan og hvetjum þá sem vilja að mæta með eitthvað jólafínt eða jólahúfu.
Lesa meira

Opinn tími fyrir 3-5 ára (2013-2015)

Fimleikafélagið hefur til fjölda ára boðið upp á krílaleikfimi á laugardögum.Næstkomandi laugardag 1.desember verður boðið upp á opinn tíma fyrir börn á aldrinum 3-5 ára.
Lesa meira

Nýr félagsfatnaður FIMAK

Í dag skrifaði Fimleikafélagið undir samning við fimleika.is um nýjan félagsfatnað frá GK sem fer í sölu í desember og verður tekin í notkun árið 2019.Línan er orðin nokkuð stærri en verið hefur þar sem við verðum með til sölu 3 tegundir af æfingabolum ásamt öðrum æfingafatnaði og svo keppnisboli í bæði áhaldafimleikum og hópfimleikum.
Lesa meira

Fimleikar.is með sölu um helgina

Söluaðilar frá fimleikar.is munu vera með sölu í fimleikahúsinu alla helgina meðan haustmótið stendur yfir.Salan hefst í dag föstudaginn 2.nóvember kl.16:30- 18:00 og verður meðan mótið er í gangi á morgunn laugardag og sunnudag.
Lesa meira

Æfingar falla niður laugardaginn 3. nóvember

Allar æfingar fimleikafélagsins falla niður laugardaginn 3.nóvember vegna haustmóts FSÍ sem fram fer hér á Akureyri.Næsta æfing hjá krílahópum er laugardaginn 10.nóvember.
Lesa meira

Foreldratími hjá krílahópum

Næstkomandi laugardag 27.október er komið að hinum árlega foreldratíma hjá okkur.Þá taka foreldrar þátt með börnunum eða fylgja þeim eftir í salnum.Börnunum finnst mjög spennandi að sjá pabba og mömmu eða afa og ömmu koma og reyna við sömu æfingar og þau er sjálf að leysa af hendi ásamt því að sýna hvað þau geta sjálf.
Lesa meira

Ógreidd æfingagjöld innheimt með greiðsluseðli

Vinsamlegast athugði að frestur til að ganga frá greiðslu æfingagjalda í Nori er fram að helgi.Um helgina verða ógreidd æfingagjöld innheimt með einum greiðsluseðli.Ef þú óskar eftir að dreifa æfingagjöldum á fleiri mánuði eða semja um greiðslu á annan hátt vinsamlegast sendu póst á skrifstofa@fimak.
Lesa meira