Uppgjör fyrir árið 2018 í innheimtu æfingagjalda

Góðan dag
Stjórn Fimleikafélagsins er að gera upp árið 2018 til að geta skilað af sér ársreikningum. Það er töluvert um að foreldrar hafi gleymt að skrá börnin sín í Nora og þar af leiðandi hefur ekki borist greiðsla fyrir þau aðra hvora önnina og jafnvel báðar árið 2018. VIð erum að fara yfir mætingalista svo það ætti engin að fá greiðsluseðla nema þeir eigi barn sem hefur verið að mæta. Upphæðinni mun vera dreyft á tvo til þrjá greiðsluseðla til að auðvelda fólki að standa í skilum. Ef þið teljið ykkur vera að fá rangan reikning þá sendið póst á skrifstofa@fimak.is og við munum finna út úr því í sameiningu hvar villan liggur.
Kær kveðja 
Stjórn FIMAK