Foreldratími hjá krílahópum

Næst komandi laugardag 27. október er komið að hinum árlega foreldratíma hjá okkur.  Þá taka foreldrar þátt með börnunum eða fylgja þeim eftir í salnum.  Börnunum finnst mjög spennandi að sjá pabba og mömmu eða afa og ömmu koma og reyna við sömu æfingar og þau er sjálf að leysa af hendi ásamt því að sýna hvað þau geta sjálf.  Að sjálfsögðu eru systkyni einnig velkomin.  Hlökkum til að sjá ykkur sem flest.

Kv. Ármann og hjálparhellurnar