Nýr félagsfatnaður FIMAK

Í dag skrifaði Fimleikafélagið undir samning við fimleika.is um nýjan félagsfatnað sem fer í sölu í desember og verður tekin í notkun árið 2019.  Unnir hefur verið að línunnu í dálítinn tíma og fór valið fram af tveim þjálfurum og tveim fulltrúum úr stjórn ásamt dyggri aðstoð Sigurrósar frá fimleikar.is.  Línan er orðin nokkuð stærri en verið hefur þar sem við verðum með til sölu 3 tegundir af æfingabolum og öðrum æfingafatnaði ásamt félagsbolum/keppnisbolum í bæði áhaldafimleikum og hópfimleikum.  Ekki verður skipt um keppnisgalla í 1. og 2. flokk hópfimleikum að sinni þar sem hann er nýlegur hjá okkur.  Unnið er að því að finna félagsgalla fyrir strákana.

Hér má sjá nýju línuna

Stjórn og Þjálfarar FIMAK