Síðasti greiðsludagur fyrir vorönn 2019 er 15. febrúar

Við viljum vekja athygli á því að frestur til að ganga frá greiðslum á æfingagjöldum í gegnum Nora greiðslukerfið okkar er til 15. febrúar. Þar er hægt að skipta greiðslum niður á kort eða greiðsluseðla og nota frístundastyrkinn frá Akureyrarbæ sem kom inn um áramótin og er 35.000 kr. Eftir 15. febrúar verða æfingajgöld send í innheimtu með greiðsluseðil og frístundastyrkurinn ekki tekinn þar inn. Ef einhverjar séróskir eru eða spurningar sendið þær á skrifstofa@fimak.is (þar sem enginn starfar á skrifstofu er ekki hægt að hringja inn).

Stjórn FIMAK