Opinn tími fyrir 3-5 ára (2013-2015)

Fimleikafélagið hefur til fjölda ára boðið upp á krílaleikfimi á laugardögum.  Næstkomandi laugardag 1.  desember verður  boðið upp á opinn tíma fyrir börn á aldrinum 3-5 ára.  Þá er tilvalið að kynna sér starfið sem við bjóðum upp á  fyrir  þennan  aldur.  Tímarnir  eru  í 45 mínútur þar  sem farið  er í upphitunarleiki í byrjun tímans og  þar á  eftir þrautahring  þar sem  meðal annars er komið við í gryfjunni. Við hverja þraut í hringnum er aðstoðarþjálfari sem passar að börnin fari ser ekki að  voða og leiðbeinir þeim og  aðstoðar í gegnum þrautina.  Tímarnir hafa  verið mjög vinsælir og um helgina býðst forskráning fyrir vorönn til að tryggja sér pláss.  Við þurfum að stýra aldrinum inn á æfingar á laugardaginn og biðjum fólk að virðar þær tímasetningar sem settar eru fyrir hvern aldur. Systkini geta að sjálfsögðu fengið að mæta á sama tíma og velja þá eina af þeim æfingum sem er í boði fyrir þau.
Tímarnir fara fram í Íþróttahúsinu við Giljaskóla.

  • kl. 9:00 3 ára
  • kl. 9:30 3 ára
  • kl. 10:00 4 ára
  • kl. 10:30 4 ára
  • kl. 11:00 5 ára
  • kl. 11:30 5 ára