Fréttir

Æfingar hefjast fimmtudaginn 19. nóvember. Skipulag

Á morgunn fimmtudaginn 19. nóvember hefjast æfingar að nýju eftir að sóttvarnarreglur voru rýmkaðar. Fimleikahúsinu hefur verið skipt í fjögur hólf og skv. Nýjum sóttvarnarreglum mega aðeins 25 iðkendur í 5. -10 bekk vera í hverju hólfi að viðbættum tveim þjálfurum og 50 iðkendur í 1. -4. bekk að viðbættum tveim þjálfurum. Iðkendur 16 ára og eldri eru ennþá í æfingabanni. Mikilvægt er að fylgjast vel með Sportabler því einhverjar æfingar geta færst til í stundatöflu næstu daga og vikulegur æfingatími stytts. Öll skilaboð frá þjálfurum fara fram í gegnum Sportabler. Við munum nota 3 innganga inn í húsið svo vinsamlegast kynnið ykkur mynd af skiptingunni og hvaða inngangur á við um ykkar barn.
Lesa meira

Æfingar hefjast fimmtudaginn 19. nóvember

Í ljósi þess að FSÍ var rétt í þessu að gefa út nýjar vinnureglur sem ÍSÍ hefur samþykkt þá þurfum við að nýta morgundaginn sem starfsdag og undirbúnings fyrir æfingar sem hefjast á fimmtudaginn. Vinsamlegast athugið að stundaskrá gæti riðlast meðan krafa um hólfaskiptingar og takmörkun á fjölda þjálfara í sal er til staðar. Reynt verður að koma öllum að í æfingum en þeir sem æfa mest gætu lent í að tímum fækki eithhvað. Vinsamlegast fylgist með á Sportabler hvenær æfingar eru.
Lesa meira

Íþróttastarf verður óheimilt um allt land þar til 17. nóvember.

Því miður þá stöndum við aftur frammi fyrir því að íþróttastarf verður óheimilt um allt land þar til 17. nóvember samkvæmt nýjum hertum sóttvarnaráðstöfunum sem taka gildi á miðnætti í kvöld, 30. október. Í Reglugerð frá heilbrigðisráðherra má lesa að íþróttir, þar með talið æfingar og keppnir, barna og fullorðinna hvort sem er innan- eða utandyra, með eða án snertingar eru óheimilar. Einstaklingsbundnar æfingar án snertingar eru heimilar, svo sem útihlaup og sambærileg hreyfing. Reglurnar verða endurmetnar eftir aðstæðum með hliðsjón af því hvort hægt verði að aflétta þeim fyrr, eða hvort framlenging sé nauðsynleg.
Lesa meira

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar 2020

Aðalfundur Fimleikafélags Akureyrar fer fram fimmtudaginn 10. september kl. 20:30 í matsal Giljaskóla Við hvetjum foreldra, þjálfara og aðra sem láta málefni félagsins sig varða til þess að mæta á fundinn. Það vantar fólk í trúnaðarstörf hjá félaginu, stjórn, nefndir og ráð.
Lesa meira

Seinkun á upphafi annar vegna nýrra regla frá FSÍ vegna Covid

Í dag barst póstur frá Fimleikasambandi Íslands með reglum sem fimleikafélög þurfa að vinna eftir. Fimleikafélagið hefur tekið ákvörðun um að æfingar sem áttu að hefjast á morgunn frestast fram í næstu viku og hefjum við æfingar strax eftir helgina. Allar upplýsingar um starfið í næstu viku eru væntanlega fyrir helgi. Næstu dagar fara í að undirbúa húsið og starfsemina svo hægt sé að framfylgja öllum sóttvarnar reglum sem eiga við um okkar starf. Með von um skilning Starfsfólk FIMAK
Lesa meira

Uppfært: Haustönn 2020 hefst 20. ágúst hjá keppnishópum og 31. ágúst hjá almennum hópum.

Sæl Nú fer vetrarstarfið að hefjast hjá okkur eftir gott sumarfrí. Þjálfarar eru að klára sumarfríin sín og kom spræk til vinnu að því loknu. Keppnishópar munu hefja æfingar 20. ágúst og almennir hópar hefja æfingar 31. ágúst. Verið er að raða niður í hópa og útbúa stundaskrá fyrir veturinn. Frekari upplýsinga er að vænta næstu daga. Hlökkum til vetrarins með ykkur Starfsfólk FIMAK
Lesa meira

Sumarfrí

Fimleikafélag Akureyrar er komið í sumarfrí fram yfir verslunarmannahelgi. Fimleikasalurinn er lokaður og því ekki hægt að fá hann leigðan út á meðan sumarfrí stendur yfir. Stjórn félagsins mun skoða töluvpósta af og til og svara erindum sem hafa borist. Erindi er snúa að innheimtu skulu berast á gjaldkeri@fimak.is
Lesa meira

Þjálfarar óskast til starfa veturinn 2020-2021

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfar til vinnu næsta vetur. Félagið leitar að almennum þjálfurum i tímavinnu ásamt fastráðnum fagþjálfurum í bæði hópfimleika og áhaldafimleika. Vinnutími er að mestu eftir kl. 14 á daginn. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Marakmið félagsins er að efla árangur í fimleikum ásamt því að hvetja til almennrar íþróttaiðkunnar án áherslu á keppni. Félagið er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.
Lesa meira

FIMAK augýsir eftir framkvæmdastjóra í hlutastarf.

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða framkvæmdastjóra i 60% starf. Möguleiki að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða. Vinnutími eftir samkomulagi. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Umsóknafrestur rennur út 15. júní 2020.
Lesa meira

Parkour námskeið

Í sumar býður FIMAK upp á sumarnámskeið í parkour fyrir iðkendur á aldrinum 9-12 ára (2008 - 2011). Æfingar verða á miðvikudögum og föstudögum kl. 13:00 – 14:30
Lesa meira