Æfingar hjá leikskólahópum hefjast laugardaginn 21. nóvember 2020

Æfingar hjá leikskólahópum hefjast aftur eftir sóttvarnarhlé laugardaginn 21. nóvember 2020.  Forsenda þess að æfingar geti hafist er að foreldrar komi ekki inn í húsið.  Við verðum því með "móttökunefnd" í forstofunni  sem tekur á móti krökkunum og kemur þeim inn í æfingasalinn og skilar þeim aftur í forstofuna að æfingu lokinni.  Yngstu krakkarnir verða merkt með símanúmeri foreldra til að auðveldara verði að ná í foreldra ef eitthvað kemur upp á og þau fá heimþrá. Við biðjum foreldra að leggja bifreiðum í stæði þegar krakkarnir eru sótt og koma og sækja þau að forstofunni til að minnka að koma í veg fyrir slysahættu á bílaplaninu.  Við vonum að krakkarnir treysti sér til að koma á æfingu þó foreldrar verði að bíða fyrir utan og allir verði glaðir að tíma loknum.

Kær kveðja

Stjórn FIMAK