Skráningar í FIMLEIKA

Nú er Vorönn hafin hjá okkur. Laust er í nokkar hópa fyrir nýskráningar vegna brottfalla. Það er laust í alla leikskólahópa, einnig í 6-8 ára bæði kyn, og Parkour. Við hvetjum fólk til að hafa samband við okkur á skrifstofa@fimak.is ef það óskar eftir upplýsingum. Það má skilja eftir símanúmer og biðja okkur að hringja ef þið kjósið heldur að ræða við einhvern um starfið.
Allir 6 ára og eldri sem voru á haustönn eru sjálfkrafa skráðir áfram en þurfa samt sem áður að skrá sig í Nora til að ganga frá greiðslu. Opnað verður fyrir Nora hjá 6 ára og eldri um helgina. 3-5 ára þarf að skrá á hverja önn og er það gert í gegnum Nora, búið er að opna fyrir skráningu þar.
Nýskráningar 6 ára og eldri fara hins vegar fram í gegnum skráningarform á heimasíðu félagsins https://www.fimak.is/is/skraning-idkenda Við höfum svo samband þegar við finnum út hvaða hópur hentar barninu best m.t.t. til aldurs.
 
  • Skráning í Laugardsgshópa fer fram í gegnum Nora bæði hjá byrjendum og þeim sem hafa verið áður
  • Skráning í grunnhópa og parkour er óþörf hjá þeim sem ætla að halda áfram milli anna en Nýskráningar fara allar í gegnum heimasíðuna.

Nánari upplýsingar og fyrirspurnir á skrifstofa@fimak.is

Stjórn FIMAK