Æfingar hefjast fimmtudaginn 19. nóvember

Í ljósi þess að FSÍ var rétt í þessu að gefa út nýjar vinnureglur sem ÍSÍ hefur samþykkt þá þurfum við að nýta morgundaginn sem starfsdag og undirbúnings fyrir æfingar sem hefjast á fimmtudaginn.  Vinsamlegast athugið að stundaskrá gæti riðlast meðan krafa um hólfaskiptingar og takmörkun á fjölda þjálfara í sal er til staðar.  Reynt verður að koma öllum að í æfingum en þeir sem æfa mest gætu lent í að tímum fækki eithhvað. Vinsamlegast fylgist  með á Sportabler hvenær æfingar eru.

Í minnisblaði sóttvarnalæknis til ráðherra mátti lesa eftirfarandi:

Æfingar, íþróttastarf, æskulýðs- og tómstundastarf barna á leik- og grunnskólaaldri verður heimilt jafnt inni og úti. Til að slíkt starf geti farið fram eru engar takmarkanir settar varðandi blöndun milli hópa. Fjöldamörk í hverju rými fara eftir reglugerð um takmarkanir á skólastarfi. Rými þarf að vera 200 fm2,  Leikskólabörn og börn í 1.–4. bekk grunnskóla mega vera 50 saman að hámarki en nemendur í 5.–10. bekk að hámarki 25 saman.

Með von um skilning á ástandinu.

Stjórn FIMAK.