Jólafrí og haustönn framlengd til 17. janúar 2021

Nú styttist í  jólafrí hjá fimleikafélaginu.  Laugardagshóparnir okkar fóru í jólafrí síðastliðin laugardag eftir góða heimsókn frá hressum jólasveinum.  Aðrir hópar (A-hópar, M-hópar, Parkour, I5, K3 og F3-F5) fara í jólafrí á föstudaginn kemur 18. desember.  Gerð var forsrkráning  hjá keppnishópum þar sem þeim var gert kleyft að mæta á æfingar vikuna fyrir jól og milli jóla og nýjárs.  Þeir sem skráðu sig á þær æfingar þurfa að fygljast vel með á Sportabler þar sem æfingatími verður óhefðbundinn og settur þar inn. 

Það hefur ekki farið fram hjá neinum að árið 2020 hefur reynst erfitt í marga staði og þar er almenn íþróttaiðkun ekki undaskilin.  Æfingar hafa fallið niður í langan tíma vegna þeirra sóttvarna sem gripið hefur verið til í landinu.  Til að koma til móts við iðkendur vegna æfingataps hefur stjórn Fimleikafélagsins tekið ákvörðun um að framlengja haustönnina til 17. janúar 2021.  Þeir sem hafa greitt æfingagjöld fyrir haustönn geta því æft fram í janúar.  Vorönn hefst 19. janúar 2021.

Við óskum ykkur gleðilegra jóla og hlökkum til að hefja nýtt ár með ykkur.

Kv. Stjórn FIMAK