Búið að opna fyrir skráningu á vorönn2021

Nú er búið að opna fyrir skráningu í NORA fyrir vorönn 2021.  Greiðslufrestur er til 10. febrúar 2021 eftir það fara greiðsluseðlar í heimabanka og ekki lengur hægt að nýta frístundastyrkinn.   Breytingagjald er 3000 kr. 

Þeir sem voru á haustönn skrá sig í sama hóp og þeir voru í í haust nema þeir hafi fengið tilkynningu frá þjálfara um tilfærslu milli hópa.  Hægt er að velja um leyfisgjöld en þeir sem greiddu æfingagjöld á haustönn velja ekkert leyfisgjald þar sem leyfið sem greitt var þá dugar úr veturinn. Nýjir iðkendur velja viðeigandi leyfisgjald

Nýjir iðendur eldri en 6 ára skrá sig í gegnum heimasíðuna .  Iðkendur á leikskólaaldri skrá sig beint í gegnum NORA og mæta í næsta tíma þar á eftir. 

  • Börn fædd 2018, 2017 skrá sig í S1
  • Börn fædd 2016 skrá sig í S3 
  • Börn fædd 2015 skrá sig í S5

Ef eitthvað er óljós, þá er best að senda tölvupóst á skrifstofa@fimak.is

Stjórn FIMAK