ATVINNA - Skrifstofustjóri FIMAK

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða skrifstofustjóra í 60% starf. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum Akureyar. Um er að ræða fjölbreytt og skemmtilegt starf sem kemur að flestu því er viðkemur fimleikafélaginu. Skrifstofustjóri heyrir beint undir Aðalstjórn félagsins og muna vinna í nánu samstarfi við hana.  Möguleiki er að fara í fullt starf með þjálfun í sal samhliða.

Helstu verkefni:

 • Daglegur rekstur skrifstofu
 • Almenn bókhaldsstörf
 • Samskipti við þjálfara, foreldra, ÍBA, FSÍ, ÍSÍ o.fl.
 • Umsjón/utanumhald iðkendaskráningar og innheimta æfingagjalda
 • Umsjón með efni á samskiptamiðlum félagsins
 • Önnur tilfallandi verkefni

Menntunar og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af stjórnun æskileg
 • Rík samskiptahæfni og þjónustulund
 • Sjálfstæði, frumkvæði og skipulagshæfni
 • Góð almenn tölvukunnátta
 • Reynsla eða þekking úr fimleikum kostur
 • Hreint sakavottorð

Æskilegt er að starfsmaður geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til 21. febrúar 2021

Nánari upplýsingar um starfið veitir Aðalsteinn Helgason í síma 864 4004 milli klukkan 10-12 virka daga.

Umsóknum ásamt starfsferilskrá skal skila á netfangið gjaldkeri@fimak.is