Áhorfsvika frestast þar til annað verður tilkynnt

Samkvæmt okkar almennu reglum ætti að vera áhorfsvika þessa viku sem því miður verður ekki. Við fögnum því að nú er leyfilegt að hafa áhorfendur á íþróttaviðburðum en fyrir utan viðburði miðast fjöldatakörkun einstaklinga í sama rými núna við 50 með ákveðnum takmörkunum, bæði í opinberu rými og í einkarými.  Það gilda sem sagt ekki sömu relgur um íþróttaviðburði og æfingar.  Við munum skoða hvort hægt sé að útfæra áhorfsviku í einhverri mynd miðað við núgildandi sóttvarnareglur og tilkynnum um leið ef lausn finnst á því.