Nýr kafli í sögu FIMAK

Í fyrsta skipti í sögu FIMAK sendir fimleikafélagið frá sér lið sem mun keppa í frjálsum æfingum á Bikarmóti í áhaldafimleikum. Liðið skipa þær Emílía Mist, Martha Josefine Mekkín, María Sól, Salka og Elenóra Mist og eru fjórar þeirra á 16. aldursári og ein þeirra er á 15. aldursári. Fjórar þeirra eru að keppa í frjálsum æfingum í fyrsta skipti. 

Fimleikasambandið hafði samband við Erlu Ormarsdóttur, sem hefur starfað hjá félaginu í áraraðir og Mihaelu Bogodoi, þjálfara stelpnanna. Þær voru, eins og við má búast, afar stoltar af árangrinum og uppbyggingunni sem hefur verið í gangi hjá félaginu.

Hér má sjá frétt sem Fimleikasambandið gerði um þennan áfanga í okkar starfi.