Óskum eftir foreldrum í foreldraráð
04.09.2023
Nú þegar önnin er farin af stað er búið að halda foreldrafundi í nokkrum hópum og fleiri fundir verða á næstunni. Þar er m.a. óskað eftir fulltrúum í foreldraráð og einnig óskað eftir foreldrum/forráðamönnum sem nokkurskonar tengillið hópsins við þjálfara, stjórn og starfsfólk.
Þeim sem hafa áhuga á að skrá sig í foreldraráð eða gerast tengiliður vinsamlegast sendið póst á formadur@fimak.is - FIMAK vantar fleiri sjálfboðaliða, án sjálfboðaliðans er ekkert félag.