Yfirþjálfari Fimleikadeildar KA

 Fimleikadeild KA auglýsir stöðu yfirþjálfara deildarinnar lausa til umsóknar.

 Leitað er eftir öflugum einstakling með reynslu og þekkingu í fimleikum sem er til í að taka að sér starf yfirþjálfara félagsins. KA leitar að einstakling sem er sjálfstæður, með brennandi áhuga á fimleikum og drifkraft til þess að taka þátt í að þróa og móta framtíð fimleikadeildar KA.

Samhliða starfinu er gert ráð fyrir að viðkomandi þjálfi hjá félaginu.

Starfssvið :

  • Yfirumsjón með öllum flokkum og deildum félagsins

  • Yfirumsjón með þjálfun og þjálfurum

  • Skipulagning og uppsetning á æfingatöflu, í samstarfi við stjórn og skrifstofustjóra

  • Skipulagning og verkaskipting þjálfara, í samstarfi við stjórn og skrifstofustjóra

  • Samskipti og upplýsingaflæði til foreldra, skipuleggur foreldrafundi.

  • Þjálfun samhliða yfirþjálfarastöðunni

  • Þátttaka í verkefnum innan félagsins varðandi mót og viðburði á vegum þess.

  • Vinnur eftir reglum félagsins, FSÍ og er fyrirmynd

Menntunar og hæfniskröfur :

  • Þjálfararmenntun sem nýtist í starfi

  • Reynsla af þjálfun skilyrði

  • Góðir skipulags- og stjórnunarhæfileikar 

  • Hæfni í mannlegum samskiptum, 

  • Metnaður fyrir því að vinna á uppbyggilegan hátt með börnum og ungmennum.

  • Drifkraftur og frumkvæði

  • Brennandi áhugi á fimleikum

  • Hreint sakavottorð 

Umsóknir: Vinsamlegast sendið ferilskrá og kynnisbréf  á netfangið formadur@fimak.is Nánari upplýsingar veitir Sonja Dagsdóttir í sama netfang. Umsóknarfrestur 2.janúar 2024