Fréttir & tilkynningar

03.11.2022

Þrepamót í áhaldafimleikum

Laugardaginn 5. nóvember fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla. Þrepamótið er fyrir keppendur í 4. og 5. þrepi fimleikastigans en það eru yngstu keppendurnir, frá 9 ára aldri. Um er að ræða einstaklingskeppni í áhaldafimleikum þar sem keppendur reyna að ná tilskildum viðmiðum fyrir sitt þrep. Í áhaldafimleikum kvenna er keppt á fjórum áhöldum, þ.e. gólfæfingum, stökki, tvíslá og jafnvægisslá. Í áhaldafimleikum karla er keppt á sex áhöldum, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá, svifrá og gólfæfingum.

Viðburðir

Styrktaraðilar