Fimleikar M-hópur

 

Um M - hóp

M - hópur er fyrir iðkendur sem vilja æfa fimleika en ekki keppa. Hóparnir henta fyrir krakka sem vilja æfa minna en keppnishópar. M -hópur sleppir keppnisundirbúningi og eru æfingar því styttri.  Sérstök áhersla er lögð á grunnæfingar í fimleikum ásamt fjölbreyttum æfingum á stökkdýnum og trampólínum. Ólíkt keppnishópum fara þessir hópar ekki á sér gólfæfingu. M - hópur tekur þátt í Vorsýningu og Akureyrarfjöri. Reynsla í fimleikum er ekki nauðsynleg, við tökum vel á móti byrjendum.

Áhersla er lögð á að:

  • Kynnast áhalda og hópfimleikum
  • Bæta færni í fimleikum. 
  • Auka vöðvastyrk, þol og liðleika
  • Æfa góða hegðun og sjálfsaga
  • Bæta samhæfingu