Parkour (P-hópar)

Boðið er upp á þjálfun í Parkour fyrir iðkendur 7 ára og eldri, bæði fyrir stráka og stelpur.

Parkour er ein grein innan fimleika þar sem iðkandi lærir að ferðast hratt á milli staða og nýtir hindranir á vegi sínum með fimleikaæfingum, stökkum og klifri til að komast frá a til b.

Parkour æfingar okkar fara fram inni í fimleikasal og miðar að því að kenna iðkendum fimleikaæfingar í öruggu umhverfi. Þar læra iðkendur æfingar með mjúkum dýnum og púðum en markmiðið er að geta framkvæmt sömu æfingar utandyra þegar iðkendur eru orðnir öruggir.

Við leggjum mikið upp úr því að kenna iðkendum styrk og þol. Þessi íþrótt er heilsueflandi fyrir alla þar sem iðkendur læra hreyfingu í heilbrigðu og skemmtilegu umhverfi.

P3 - Krakkar fædd 2012-2015
P2 - Krakkar fædd 2008-2011
P1 - Krakkar fædd - 2007 og seinna

Ef þið hafið áhuga á að bætast í hópinn til okkar þá vinsamlegast sendið póst á skrifstofa@fimak.is

Æfingagjöldin er hægt að skoða hér