Sumarnámskeið FIMAK

Fimleikanámskeið sem verða í boði í júní hjá fimleikafélaginu.  Um er að ræða almenn fimleikanámskeið, hópfimeikanámskeið, áhaldafimleikanámskeið og Parkour ásamt fim-leikjanámskeiðunum sem eru á morgnanna hjá okkur. Þau börn sem skráð eru í fim-leikjaskólann og ætla líka að skrá sig á almennt fimleikanámskeið kl. 13 er í boði að óska eftir gæslu milli kl. 12-13 fyrir 400 kr. hvern dag.  Skráningar á námskeiðin fara fram í gegnum Nora.

Næstu vikur verður boðið upp á eftirfarandi námskeið hjá fimleikafélaginu:

Almennir fimleikar:  Námskeiðið er fyrir 7-9 ára krakka (bæði stráka og stelpur) og fer yfir hluta úr þeim æfingum sem teljast til áhaldafimleika og hópfimleika.  verð er 7200 kr. Umsjónamaður er Matthea Sigurðardóttir íþróttakennari

  • 11.-14. júní kl. 13:00-14:30
  • 18.-21. júní kl. 13:00-14:30

Áhaldafimleikar stúlkna framhald: Námskeiðið er fyrir þær stúlkur sem hafa æft í vetur með F4, F5 og F6. Verð 7200 kr. Umsjónamaður Mihaela Bogodoi.

  • 11.-14. júní kl. 14:30-16:00

Hópfimleikar framhald:  Umsjónarmaður Hulda Rún Ingvarsdóttir

  • 18.-28. júní 5. flokkur (I-5 hópar) kl. 12:30-14:30 þriðjudag og fimmtudag. Verð 9600 kr.
  • 18.-28. júní 3. o& 4. flokkur (I-3 & I-4 hópar) kl. 12:30-14:30 Mánudaga, miðvikudaga og Föstudaga. 12.000 kr. 
  • 18.-28. júní 1. & 2. flokkur (I1 & I2).  Kl. 16:30-19:00 þri, mið, fim, mán, þri, fim 13.900 kr. 

Parkour námskeið: Umsjónamaður Valgeir Hugi Halldórsson

  • 18. 21. júní kl. 16:15-17:45 alla virka daga. 7200 kr. 
  • 24.-28. júní  kl. 16:15-17:45 alla virka daga. 9000 kr.