Fim-leikjaskóli

Í sumar býður fimleikafélagið upp á  leikjanámskeið fyrir hádegi fyrir krakka fædda 2010-2012. Námskeiðin eru frá klukkan 8:00 á morgnana til 12:00.  Krakkar fæddir 2013 geta verið með á námskeiðum í ágúst ef næg þátttaka fæst. Skráning fer fram í Nóra, fimak.felog.is en nánari upplýsingar veitir Hulda Rún á huldarun@fimak.is. Ath. að 390 kr. seðilgjald bætist við hverja skráningu með greiðsluseðli.

Fimleikanámskeið í boði á vegum félagsins er að finna hér.  Þeir sem skráðir eru á fim-leikjanámskeiðin geta óskað eftir gæslu millli kl. 12-13 sem er hugsuð fyrir þau börn sem skrá sig á námskeið kl. 13 í almennum fimleikum en stendur öllum til boða. 

Leikjanámskeið:

  • 11.-14. Júní verð 6400 kr.
  • 18.-21. Júní verð 6400 kr.
  • 24.-28. Júní verð 8000 kr.
  • 01.-05. Júlí verð 8000kr.
  • 06.- 09. ágúst ef næg þátttaka fæst
  • 12. – 16. ágúst Ef næg þáttaka fæst.