Seinkun á upphafi annar vegna nýrra regla frá FSÍ vegna Covid

Í dag barst póstur frá Fimleikasambandi Íslands með reglum sem fimleikafélög þurfa að vinna eftir. Fimleikafélagið hefur tekið ákvörðun um að æfingar sem áttu að hefjast á morgunn frestast fram í næstu viku og hefjum við æfingar strax eftir helgina. Allar upplýsingar um starfið í næstu viku eru væntanlega fyrir helgi. Næstu dagar fara í að undirbúa húsið og starfsemina svo hægt sé að framfylgja öllum sóttvarnar reglum sem eiga við um okkar starf. Hér má finna reglur frá FSÍ


Með von um skilning
Starfsfólk FIMAK