Upplýsingar vegna vorsýningar

Nú er undirbúningur fyrir vorsýninguna okkar á fullu og eru hérna smá upplýsingar um hana. Sýningin er helgina 27-28.maí næstkomandi og er generalprufa fyrir sýninguna föstudaginn 26.maí. Neðst í fréttinni eru tímasetningarnar hvenær viðkomandi hópur á að sýna.

Mæting er hálftíma fyrir generalprufuna og sýninguna sjálfa nema þjálfarar segi annað.

Þjálfarar munu láta vita sem allra fyrst ef að börnin þurfa að koma með eitthvað varðandi búninga.

Ef einhver mun ekki geta tekið þátt í sýningunni endilega látið þjálfara vita sem allra fyrst. Frekari upplýsingar koma seinna. Aðgangseyrir á sýninguna er 1000 kr. fyrir 16 ára og eldri

Ef einhverjar spurningar eru endilega hafið samband.

A5, K3, K4, F4, F5, I2, I3 og P2 sýna laugardaginn 27.maí kl. 11 og generalprufan er föstudaginn 26.maí kl. 16-17.

A4, K2, F2, F3, I2, I4, M1 og P3 sýna laugardaginn 27.maí kl. 14 og generalprufan er föstudaginn 26.maí kl. 17-18.

A1, A3, P6, F6, I5, I2, P2 sýna sunnudaginn 28. maí kl. 11 og generalprufan er föstudaginn 26.maí kl. 18-19.

A2, K2, F7, F2, F3, M2, M3, P5 og P4 sýna sunnudaginn 28. maí kl. 14 og generalprufan er föstudaginn 26.maí kl. 19-20.

F1 K1 P1 I1 sýna á öllum sýningum og eiga þau að mæta á generalprufu kl. 18-20 föstudaginn 26.maí.

I2 sýnir atriði á tveimur sýningum en tekur þátt í öðru atriði á öllum sýningum og eiga þær að mæta á generalprufu kl. 18-20 föstudaginn 26.maí.

K2, F2 og F3 sýna á tveimur sýningum og eiga þau að mæta á generalprufu kl. 19-20 föstudaginn 26.maí.

P2 sýna á tveimur sýningum og eiga þau að mæta á generalprufu kl. 18-19 föstudaginn 26.maí.