Upplýsingar um vetrarstarf Fimleikafélagsins haustið 2018.

Nú þegar hafa eldri keppnishópar hafið þjálfun fyrir veturinn en aðrir hópar munu byrja mánudaginn 3. september.  Laugardagshóparnir hefjast svo 8. september.  Allir sem voru hjá okkur á vorönn eru sjálfkrafa skráðir áfram í haust, vinsamlegast tilkynnir okkur á skrifstofa@fimak.is ef ekki er óskað eftir að barnið haldi áfram í vetur.

Við erum á fullu að vinna við að raða í hópa og uppfæra stundaskránna fyrir veturinn og vonandi klárast sú vinna um helgina.  Þeir sem hafa skráð sitt barn í gegnum heimasíðuna okkar www.fimak.is (hnappur ofarlega til hægri) og fengið svar um að barnið sé á biðlista geta verið rólegir þó ekkert hafi borist frá okkur.  Í almenna hópa er ekki biðlisti eins og er en vegna mikilla eftirspurnar í Parkour getum við því miður ekki lofað öllum umsóknum plássi þar. Ekki er búið að forskrá alla hópa í Nora kerfið og því ekki hægt að skrá iðkendur í kerfið fyrr en í lok vikunnar.

Við viljum vekja athygli á að það verður opið hús hjá okkur næstkomandi laugardag 25. ágúst milli kl. 10:30-12 fyrir 6-12 ára.  Þá verða þjálfarar okkar á staðnum til að leiðbeina krökkum og spjalla við foreldra sem vilja frekari vitneskju um starfið. Hlökkum til að sjá ykkur þar sem flest.

Stjórn og Þjálfarar FIMAK