Tilkynning haustið 2018

Góðan daginn

Af gefnu tilefni langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri.

Skv. þeim upplýsingum sem komu fam á aðalfundi félagsins í vor þá sýndu ársreikningar okkar að félagið stendur illa og ljóst að skera þurfti niður launakostnaði í framhaldinu. Stjórn félagsins tók því ákvörðun um að taka á sig töluverða vinnu við að koma vetrinum af stað og taka við þeim verkefnum sem framkvæmdastjóri hafði sinnt fram til 1. ágúst.   Við gerum okkur grein fyrir að það vantar eitthvað upp á að hlutirnir gangi eins og við hefðum kosið enda er öll stjórn í fullu starfi annars staðar og öll vinna tengd fimleikafélaginu unnin í sjálfboðastarfi þar utan.  Við höfum að vísu fengið mikla aðstoð úrvals þjálfara sem hafa unnið með okkur lengi og þekkja faglega starfið betur en við og kunnum við þeim þakkir fyrir.  En allt er þetta nýtt fyrir okkur og við reynum eftir bestu getu að koma til móts við þarfir skjólstæðinga okkar.

 

Það er rétt að við höfum verið í vandræðum með að finna þjálfara í alla strákahópa bæði áhaldafimleika og Parkour en við erum vonandi að ná að semja við þjálfara svo allir hópar geti byrjað æfingar í næstu viku.  Ekki bætti úr skák að einhverjir þjálfarar sem ráðnir hafa verið duttu í veikindi í byrjun annar og því þurfti að fresta nokkrum æfingum í þessari viku.

 

Búið er að hafa samband við alla sem voru hjá okkur í fyrra nema 6 ára drengi, en þeir munu fá póst í dag eða morgunn.  Þeir sem ekki voru hjá okkur í fyrra hafa beðið þar til við sjáum hvar losnar hjá okkur.  Við sjáum fram á að þau leikskólabörn (3-5 ára) sem skráð voru fyrir mánaðamót komist inn og verða látin vita fyrir helgina þar sem æfingar hefjast hjá þeim 8. september.  Frekari upplýsingar um Parkour hópana P-3,4,5 og 6 koma um leið og við náum að púsla því saman. Það er okkar markmið að vera ekki með biðlista í íþróttir fyrir börn og voanandi náum við því markmiði.

 

Ef það er einhver þarna úti sem telur sig geta aðstoðað okkur við þjálfun ekki síst hjá drengjunum þá endilega hafið samband í gegnum skrifstofa@fimak.is.

 

Með von um skilning og biðlund á ástandinu

Stjórn FIMAK