Þrepamót í áhaldafimleikum

Laugardaginn 5. nóvember fer fram þrepamót í áhaldafimleikum í sal Fimleikafélags Akureyrar við Giljaskóla.

Þrepamótið er fyrir keppendur í 4. og 5. þrepi fimleikastigans en það eru yngstu keppendurnir, frá 9 ára aldri. Um er að ræða einstaklingskeppni í áhaldafimleikum þar sem keppendur reyna að ná tilskildum viðmiðum fyrir sitt þrep. Í áhaldafimleikum kvenna er keppt á fjórum áhöldum, þ.e. gólfæfingum, stökki, tvíslá og jafnvægisslá. Í áhaldafimleikum karla er keppt á sex áhöldum, bogahesti, hringjum, stökki, tvíslá, svifrá og gólfæfingum.

Von er á um 130 keppendum og því verður fjör í húsinu.

Mótið hefst kl. 11:30 og lýkur um kl. 18. Nánari skipulag má sjá hér á heimasíðu Fimleikasambands Íslands.

Við hvetjum allt áhugafólk um fimleika til að koma og hvetja þessa ungu keppendur. Miðaverð er kr. 2.000 fyrir 16 ára og eldri. Iðkendur FIMAK eru líka sérstaklega hvattir til að mæta!