Þjálfarar óskast til starfa veturinn 2020-2021

Fimleikafélag Akureyrar óskar eftir að ráða þjálfar til vinnu næsta vetur. Félagið leitar að almennum þjálfurum i tímavinnu ásamt fastráðnum fagþjálfurum í bæði hópfimleika og áhaldafimleika. Vinnutími er að mestu eftir kl. 14 á daginn. FIMAK er eitt af þremur stærstu íþróttafélögum á Akureyri og telur rúmlega 500 iðkendur. Marakmið félagsins er að efla árangur í fimleikum ásamt því að hvetja til almennrar íþróttaiðkunnar án áherslu á keppni. Félagið er með aðsetur í Íþróttamiðstöðinni við Giljaskóla.

Menntun og hæfniskröfur:

  • Menntun sem nýtist í starfi, t.d. þjálfarastig frá ÍSÍ og FSÍ.
  • Hæfni í mannlegum samskiptum, sveiganleiki, lipurð og þjónustulund,
  • Reynsla af þjálfun skilyrði
  • Hreint sakavottorð.

Starfssvið:

  • Vinnur eftir útgefnum fimleikastigum FSÍ.
  • Ber ábyrgð á sínum hópum og markmiðum þeirra nemenda sem hann þjálfar.
  • Halda foreldrum/forráðamönnum upplýstum um vetrarstarfið í samvinnu við yfirþjálfara.
  • Undirbýr nemendur fyrir þá viðburði sem tekin er ákvörðun um þáttöku í.
  • Vinnur eftir reglum félagsins og er fyrirmynd.

Æskilegt að starfsmaður geti hafið störf á bilinu 10. ágúst - 1. september, eða eftir samkomulagi.

Umsóknarfrestur er til 1. júlí. Nánari upplýsingar um starfið veitir Ívar Örn Björnsson formaður FIMAK í síma 863 1514 eftir kl. 16:00. Tekið er við umsóknum á formadur@fimak.is