Þakkir frá stjórninni

Nú hafa allir hópar nema keppnishópar lokið æfingum þennan veturinn og er óhætt að segja að hann hafi verið öllum erfiður hvort sem eru iðkendur, þjálfarar eða foreldrar. Bæði vöntun á þjálfurum og Covid hafa sett svip sinn á þennan vetur. Af því tilefni vill stjórn FIMAK þakka iðkendum, þjálfurum og foreldrum innilega fyrir að halda þetta út með okkur. Stjórn FIMAK eins og aðrir horfa til bjartari tíma og er það ósk okkar að þið verðið með okkur áfram því þið eruð frábær!!

Kærar þakkir.
Kveðja Stjórn FIMAK.